Samfylkingin greiðir fyrir erlenda ráðgjöf

Fyrirtæki í Brussel sinnir ráðgjöf fyrir Samfylkinguna í kosningabaráttu flokksins …
Fyrirtæki í Brussel sinnir ráðgjöf fyrir Samfylkinguna í kosningabaráttu flokksins fyrir komandi kosningar. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Ráðgjafarfyrirtækið Red Heart Strategies, sem starfar í Brussel, sinnir ráðgjöf fyrir Samfylkinguna í kosningabaráttu flokksins fyrir komandi kosningar.

Þetta staðfestir Kristján Guy Burgess, framkvæmdastjóri flokksins. Hann segir Samfylkinguna greiða fyrir þjónustuna en hún felst m.a. í þjónustu eiganda fyrirtækisins við Samfylkinguna en fyrst og fremst í þjónustu Freyju Steingrímsdóttur, sem er sérfræðingur í kosningabaráttu á samfélagsmiðlum.

„Þetta er vanur kosningaráðgjafi í Evrópu, sem hefur unnið í alls konar kosningum. Bæði fyrir pólitísk samtök og Evrópusamtök jafnaðarmanna,“ segir hann. Spurður út í fjárhæðirnar segir Kristján þær óverulegar en vill ekki upplýsa frekar um þær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert