Allt á blússandi siglingu hjá okkur

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata á fundi í hádeginu.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata á fundi í hádeginu. mbl.is/Eggert

„Fundurinn gekk mjög vel. Það var áhugavert að heyra þeirra sjónarmið og við erum frekar sammála um flest atriði held ég,“ sagði Smári McCarthy, einn oddvita Pírata, í samtali við mbl.is en formaður Samfylkingarinnar hitti fulltrúa Pírata á fundi í hádeginu.

Píratar boðuðu boðuðu til blaðamanna­fund­ar í fyrradag og til­kynntu að þeir vildu ræða við stjórn­ar­and­stöðuflokk­ana um sam­starf út frá megin­á­hersl­um Pírata svo hægt sé að leggja drög að stjórn­arsátt­mála fyr­ir kosn­ing­ar.

Smári áréttaði, líkt og hann tók fram á Facebook-síðu sinni í gær, að rætt hefði verið um málefni, ekki embætti. „Það var ekki minnst einu orði á embætti á þessum fundi held ég að ég megi segja.

Hann er bjartsýnn á að samstarf flokkanna. „Núna þurfum við að eiga sambærilega fundi við aðra flokka. Síðan koma þeir sameiginlega saman sem vilja taka þátt í svona samstarfi. Þetta er allt á blússandi siglinu hjá okkur,“ sagði Smári en Píratar sendu Samfylkingu, VG, Viðreisn og Bjartri Framtíð bréf þar sem óskað var eftir viðræðum við flokkana.

Mér heyrðist í útvarpinu í morgun að Viðreisn væri síður áhugasöm um að ræða við okkur en það er þeirra val auðvitað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert