Vill að aðrir ræði stefnuna

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Styrmir Kári

„Ég tel rétt að ég ein­beiti mér nú að mál­efn­um kjör­dæm­is­ins en gefi þeim sem hafa tekið að sér að leiða mál á landsvísu svig­rúm til þess. Það fer því senni­lega best á því að þeir sem settu sam­an og kynntu kosn­inga­stefn­una tali fyr­ir henni og þeim mál­um sem þar eru sett á odd­inn.“

Þetta seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, alþing­ismaður og fyrr­ver­andi formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, í Morg­un­blaðinu í dag.

Kosn­inga­mál flokks­ins voru kynnt á sunnu­dag og ber þar senni­lega hæst til­lögu um breyt­ing­ar á skatt­kerf­inu og jöfn­un tekju­skatts. Sig­mund­ur vill þó ekki tjá sig um það mál að sinni né önn­ur þau sem Sig­urður Ingi Jó­hanns­son og Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir kynntu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert