Aukið fylgi Vinstri grænna

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. mbl.is/Árni Sæberg

Vinstri græn mælast með 19,2 prósent í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Flokkurinn var með 15,1 prósent í síðustu könnun. Samfylkingin mælist með 6,5 prósenta fylgi. Flokkurinn var með 12,9 prósent í síðustu alþingiskosningum og mælist hann því með helming af kjörfylgi sínu.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn með 23,7 prósenta fylgi, sem er einu prósentustigi minna en í síðustu skoðanakönnun fyrir viku. Píratar eru næststærstir með 20,7 prósent, með rúmlega tveimur prósentustigum minna en í síðustu könnun, að því er kom fram á Visir.is.

Framsóknarflokkurinn mælist með 8,5%, Björt framtíð með 7,4% og Viðreisn 6,6 prósent.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert