Níu af tólf bjóða fram í öllum kjördæmum

Fulltrúar flokka kynna stefnumál sín á fundi Viðskiptaráðs í Hörpu …
Fulltrúar flokka kynna stefnumál sín á fundi Viðskiptaráðs í Hörpu í gær. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Alls eru 1.302 einstaklingar í framboði til Alþingis í komandi þingkosningum. Stjórnmálaflokkar sem bjóða fram lista eru tólf talsins en aðeins níu af tólf flokkum bjóða fram lista í öllum kjördæmum.

Þeir flokkar sem bjóða fram í einstaka kjördæmum eru Alþýðufylkingin en hún býður fram lista í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi, Íslenska þjóðfylkingin en hún býður fram í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi og Húmanistaflokkurinn en hann býður eingöngu fram í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Landskjörstjórn birtir alla framboðslistana í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert