Píratar mælast stærstir

Fylgi stjórnmálaflokkanna samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun HÍ gerði fyrir Morgunblaðið …
Fylgi stjórnmálaflokkanna samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun HÍ gerði fyrir Morgunblaðið 14. til 19. október.

Mik­il hreyf­ing er á fylgi flokk­anna á milli vikna og sömu­leiðis á því hlut­falli kjós­enda sem taka af­stöðu. Þetta sýn­ir könn­un sem Fé­lags­vís­inda­stofn­un HÍ gerði fyr­ir Morg­un­blaðið dag­ana 14. til 19. októ­ber.

Pírat­ar mæl­ast með mest fylgi, 22,6%, og fengju 15 þing­menn yrði gengið til kosn­inga nú. Sjálf­stæðis­flokk­ur mæl­ist með næst­mest fylgi, 21,1% og 15 þing­menn, og Vinstri græn mæl­ast með 18,6% og 13 þing­menn.

9,1% segj­ast ætla að kjósa Fram­sókn­ar­flokk­inn, sem er sama hlut­fall og í síðustu könn­un og fengi flokk­ur­inn sex þing­menn. 8,8% ætla að kjósa Viðreisn, um fjórðungi færri en í síðustu tveim­ur könn­un­um og sam­kvæmt þessu fengi flokk­ur­inn sex þing­menn kjörna.

6,5% ætla að kjósa Sam­fylk­ing­una sem fengi fjóra þing­menn og Björt framtíð mæl­ist með 6% og fjóra þing­menn. Flokk­ur fólks­ins mæl­ist með 3,8%, en næði ekki inn manni. Fylgi annarra flokka mæl­ist minna, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um könn­un þessa í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert