Athugasemdir sem gerðar voru við formannskjör Framsóknarflokksins í byrjun októbermánaðar voru ekki á rökum reistar að sögn Einars Gunnars Einarssonar, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins.
Eftir flokksþingið var haft eftir Sveini Hirti Guðfinnssyni, formanns Framsóknarfélags Reykjavíkur, á Útvarpi Sögu að dæmi hafi verið um að einstaklingar á kjörskrá hafi ekki fengið að kjósa í formannskjörinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók síðar undir það í viðtali á Bylgjunni en vildi þó ekki segja að um svindl hafi verið að ræða.
Einar Gunnar sagði í samtali við mbl.is að ekkert athugavert hafi verið við tilvikið sem kom til skoðunar.
„Viðkomandi var varamaður á kjörbréfi og hún var ekki tekinn gildur sem aðalfulltúi með atkvæðisrétt í forföllum. “
Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn þá sitjandi formanni Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni með 40 atkvæða mun.