Ekkert athugavert við formannskjörið

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, ávarpar flokksþing Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, ávarpar flokksþing Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

At­huga­semd­ir sem gerðar voru við for­manns­kjör Fram­sókn­ar­flokks­ins í byrj­un októ­ber­mánaðar voru ekki á rök­um reist­ar að sögn Ein­ars Gunn­ars Ein­ars­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Fram­sókn­ar­flokks­ins. 

Eft­ir flokksþingið var haft eft­ir Sveini Hirti Guðfinns­syni, for­manns Fram­sókn­ar­fé­lags Reykja­vík­ur, á Útvarpi Sögu að dæmi hafi verið um að ein­stak­ling­ar á kjör­skrá hafi ekki fengið að kjósa í for­manns­kjör­inu. Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son tók síðar und­ir það í viðtali á Bylgj­unni en vildi þó ekki segja að um svindl hafi verið að ræða.  

Ein­ar Gunn­ar sagði í sam­tali við mbl.is að ekk­ert at­huga­vert hafi verið við til­vikið sem kom til skoðunar. 

„Viðkom­andi var varamaður á kjör­bréfi og hún var ekki tek­inn gild­ur sem aðal­fulltúi með at­kvæðis­rétt í for­föll­um. “ 

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son hafði bet­ur gegn þá sitj­andi for­manni Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni með 40 at­kvæða mun. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka