Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist hafa sterka sannfæringu fyrir því að nýr Landspítali eigi að rísa annars staðar en við Hringbraut.
Í viðtali við Morgunblaðið í dag segir Lilja að eftir að hún hafi hlustað á rök þeirra sem vilji reisa spítalann annars staðar sé hún einfaldlega sannfærð um að þeir hafi á réttu að standa.
„Við þurfum einfaldlega að vera kjörkuð og velja spítalanum nýjan stað,“ segir utanríkisráðherra. Margt fleira ber á góma í samtalinu og talar Lilja m.a. um áhuga framsóknarmanna á því að lækka tekjuskatt.