Sigmundur Davíð vill bráðabirgðalög

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mbl.is/RAX

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, vill að ríkisstjórnin setji bráðabirgðalög í þessari viku, þ.e. fyrir kosningarnar á laugardaginn, svo hægt sé að halda áfram vinnu við að tengja Þeistareyki við Kröflu og uppbygginguna á Bakka.

Þetta kemur fram í aðsendri grein eftir Sigmund Davíð hann sem birt er í Morgunblaðinu í dag, þar segir m.a.: „Stjórnmálamenn þurfa því að hafa þor til að beita sér fyrir því að ríkisvaldið liðki fyrir uppbyggingu á sviði iðnaðar utan höfuðborgarsvæðisins. Slíkan hvata skortir ekki aðeins hjá hinum frjálsa markaði heldur líka í stjórnkerfinu. Þess vegna þurfa kjörnir fulltrúar almennings að vera óhræddir við að beita sér til að rétta þá skekkju af.

Nýleg dæmi sýna að ekki aðeins hefur kerfið tilhneigingu til að þvælast fyrir því að slík verkefni fari af stað, það getur jafnvel gripið inn í til að stöðva stór og mikilvæg verkefni sem eru þegar farin af stað. Ríkisstjórnin þarf strax í þessari viku að setja bráðabirgðalög svo hægt sé að halda áfram vinnu við að tengja Þeistareyki við Kröflu og uppbygginguna á Bakka. Ella geta getur því mikilvæga verkefni verið stefnt í óvissu mánuðum saman og það jafnvel sett í uppnám fyrir vikið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert