Segir hagfræðingum að stunda alvöru stærðfræði

Ásta Guðrún Helgadóttir skipar þriðja sæti á lista Pírata í …
Ásta Guðrún Helgadóttir skipar þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hag­fræðin þarf að hverfa frá trú­ar­leg­um hug­mynd­um um hag­vöxt og hagnað og byrja að stunda al­vöru stærðfræði að mati Ástu Guðrún­ar Helga­dótt­ur sem skip­ar þriðja sæti lista Pírata í Reykja­vík. 

Þrír fram­bjóðend­ur Pírata, þau Ásta Guðrún, Smári McCart­hy og Birgitta Jóns­dótt­ir, stóðu fyr­ir svör­um á spjall­borðssíðunni Reddit fyr­ir tveim­ur dög­um. Not­end­ur hvaðanæva úr heim­in­um spurðu þau spjör­un­um úr, ým­ist á al­var­leg­um nót­um eða létt­um. 

„Nei, ekki endi­lega. En við þurf­um að átta okk­ar á því hvernig við mæl­um virði,“ svaraði Ásta Guðrún þegar hún var spurð hvort sam­fé­lagið þyrfti að ganga á pen­ing­um. 

„Hag­fræðin þarf að hverfa frá trú­ar­leg­um hug­mynd­um um hag­vöxt og hagnað og byrja að stunda al­vöru stærðfræði í stað skraut­legra formúlna sem rugla stjórn­mála­menn í rím­inu,“ skrifaði Ásta enn frem­ur í svari sínu. 

Skjáskot af spjallþræðinum á reddit.
Skjá­skot af spjallþræðinum á reddit. Reddit.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert