Ágreiningsmálin óafgreidd

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Oddný …
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. mbl.is/Golli

„Þetta er í raun það sem náðist ein­fald­lega í þeirri tímaþröng sem við vor­um í. Við höf­um í sjálfu sér getað lagt lít­inn tíma í þessa vinnu af þeirri ástæðu að við erum auðvitað fyrst og fremst í kosn­inga­bar­áttu hvert og eitt. En við erum bara mjög sátt við að þessi yf­ir­lýs­ing er af­ger­andi engu að síður þó ekki sé upp­lýst um ein­hver mál­efni eða eitt­hvað slíkt.“

Þetta seg­ir Ein­ar Aðal­steinn Brynj­ólfs­son, odd­viti Pírata í Norðaust­ur­kjör­dæmi, í sam­tali við mbl.is, en hann er einn þriggja full­trúa í viðræðunefnd flokks­ins um mögu­legt stjórn­ar­sam­starf eft­ir þing­kosn­ing­arn­ar á laug­ar­dag­inn. Stjórn­ar­and­stöðuflokk­arn­ir, Vinstri­hreyf­ing­in - grænt fram­boð, Sam­fylk­ing­in og Björt framtíð auk Pírata, funduðu í morg­un í annað sinn um mögu­legt stjórn­ar­sam­starf og var sam­eig­in­leg yf­ir­lýs­ing send út í kjöl­far fund­ar­ins.

Fram kem­ur í yf­ir­lýs­ing­unni að stjórn­ar­and­stöðuflokk­arn­ir hafi fundið mik­inn sam­hljóm á þeim tveim­ur fund­um sem fram hafi farið um mögu­legt stjórn­ar­sam­starf. „Við telj­um sam­starf þess­ara flokka vera skýr­an val­kost við nú­ver­andi stjórn­ar­flokka sem get­ur skapað ný tæki­færi fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag. Á grund­velli þessa telj­um við fulla ástæðu til að kanna mögu­leika á mynd­un meiri­hluta­stjórn­ar ef þess­ir flokk­ar fá til þess umboð í kom­andi kosn­ing­um.“

Form­leg­ar áhersl­ur liggja ekki fyr­ir

Funda­höld­in má rekja til blaðamanna­fund­ar sem Pírat­ar boðuðu til 16. októ­ber þar sem upp­lýst var að flokk­ur­inn hefði sent bréf til áður­nefndra flokka auk Viðreisn­ar um stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður fyr­ir kosn­ing­ar. Stefnt yrði að því að stjórn­arsátt­máli lægi fyr­ir áður en kjós­end­ur gengju til kosn­inga til þess að þeir gætu vitað fyr­ir fram hverj­ar áhersl­ur slíkr­ar rík­is­stjórn­ar yrðu. Skýrsla um viðræðurn­ar átti enn frem­ur að liggja fyr­ir í dag.

Spurður hvort ein­hverj­ar sam­eig­in­leg­ar áhersl­ur liggi fyr­ir seg­ir Ein­ar að flokk­arn­ir hafi borið sam­an bæk­ur sín­ar og kom­ist að ýmsu í þeim efn­um. En ekki þó til þess að ganga frá því form­lega með því að setja það á blað. „Við höf­um fundið mjög marga sam­eig­in­lega þætti og vilj­um róa öll í sömu átt í þess­um stóru mál­um. Þannig að ég er mjög bjart­sýnn á það, ef við fáum umboð til þess, að okk­ur verði ekki skota­skuld úr því að búa til form­lega rík­is­stjórn.“

Var ákveðið að ræða ekki ein­stök mál­efni

Spurður áfram um þau mál sem ekki er samstaða um og hvort tek­ist hafi í viðræðum stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna að finna lend­ingu í þeim seg­ir Ein­ar að þau mál hafi vit­an­lega verið rædd líka. „En við höf­um svo sem ekki farið ýkja djúpt í þau mál og það er með ráði gert. Þar kem­ur líka til þessi tímaþröng. Þetta snýst um þessi stóru mál. Þar er ein­fald­lega sam­hljóm­ur.“ Hin mál­in bíði síns tíma. „Við höf­um kannski ekki náð að vinna mikið í þeim.“

Varðandi kröfu Pírata um styttra kjör­tíma­bil til þess að koma í gegn nýrri stjórn­ar­skrá og hvort samstaða sé um það seg­ir Ein­ar að það verði að koma í ljós. Pírat­ar hafi ekki út­fært það ná­kvæm­lega. Hins veg­ar séu all­ir sam­mála um að klára stjórn­ar­skrár­málið. Spurður um þjóðar­at­kvæði um Evr­ópu­sam­bandið seg­ir hann: „Við ákváðum að gefa ekki kost á nein­um upp­lýs­ing­um um nein mál­efni annað en það að orða þetta svona al­mennt. Að það sé sam­hljóm­ur í þess­um stóru mál­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert