Lestarkerfi eða niðurgreidd flug?

Misjafnar áherslur eru hjá stærstu flokkunum sjö í innanríkismálum. Allir flokkar eru tilbúnir til að fara í breytingar á stjórnarskrá þó Sjálfstæðismenn séu varfærnastir í orðalagi. Í samgöngumálum er meiri munur á hugmyndum flokkanna. Samfylking og VG vilja skoða lestarsamgöngur en Framsókn vill niðurgreiða innanlandsflug.

mbl.is skoðaði nokkrar áherslur flokkanna sjö sem eru líklegir til að ná fólki inn á þing í kosningunum á laugardaginn kemur. Áður hafa mennta-efna­hags-, ut­an­rík­is-, og heil­brigðismála­flokk­arn­ir verið tekn­ir til skoðunar.

Í mynd­skeiðinu sem fylg­ir frétt­inni eru tínd til þrjú atriði hjá hverj­um stjórn­mála­flokki í mála­flokkn­um. Reynt var að halda tryggð við orðalagið sem var á heimasíðum flokk­anna. Við miðuðum við að skoða flokk­ana sem hafa mælst með meira en 5% fylgi í könn­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert