Menn hafa staðið saman

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna.
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna. mbl.is/Golli

„Ég skil ekki alveg ástæðuna fyrir þessum viðbrögðum hjá aflandskrónueigendum. Það hefur verið gæfa Íslendinga að við höfum staðið saman í flestum mikilvægu málunum, í setningu neyðarlaganna, í afnámi hafta og öðru. Við höfum unnið þetta mjög vel og í sátt á milli flokka.“

Þetta segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar og þingmaður flokksins, út af frétt í Financial Times um að kröfuhafar geri sér vonir um að hægt verði að endursemja um kjör við íslensk stjórnvöld ef ný ríkisstjórn taki við. „Mér finnst það skrýtið mat hjá þessum eigendum að halda að það breytist eitthvað með samheldni okkar Íslendinga þótt önnur stjórn taki við, ég tel að svo verði ekki,“ segir Óttarr Proppé.

„Það hefur verið mikil samstaða hjá öllum á Alþingi í þessu máli og við viljum halda henni áfram,“ segir Árni Páll Árnason, oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert