Bregðast ekki við fyrstu tölum í sjónvarpssal

For­ystu­menn stjórn­mála­flokk­anna verða ekki stadd­ir í sjón­varps­sal Rík­is­út­varps­ins þegar fyrstu töl­ur ber­ast um klukk­an tíu annað kvöld eins og verið hef­ur til þessa. Þess í stað verða þeir stadd­ir á kosn­inga­vök­um flokka sinna þar sem þeir bregðast við töl­un­um.

Þetta staðfest­ir Heiðar Örn Sig­urfinns­son, um­sjón­ar­maður kosn­inga­sjón­varps Rík­is­út­varps­ins, í sam­tali við mbl.is. Þess í stað komi for­ystu­menn­irn­ir í sjón­varps­sal í kring­um klukk­an eitt. Heiðar seg­ir að for­ystu­menn flokk­anna, alla­vega sum­ir þeirra, hafi óskað eft­ir því að minna um­fang yrði á veru þeirra í sjón­varps­sal. „Þannig að við erum bara að gera þetta að þeirra ósk.“

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að sam­komu­lag hefði náðst um að for­ystu­menn flokk­anna gætu verið með fólk­inu sínu þegar fyrstu töl­ur kæmu. „Þetta snýst bara um það að við séum ekki föst í Rík­is­út­varp­inu meira eða minna allt kvöldið.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert