Óska svara vegna ummæla ritara

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Styrmir Kári

Kennarasamband Íslands hefur óskað eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn upplýsi um fyrirætlanir sínar í menntamálum í ljósi ummæla ritara flokksins þess efnis að skólann megi stytta enn meira en þegar hefur verið gert.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, segir í myndskeiði á kosningavef KrakkaRÚV.is:

„Ég held að það sé nauðsynlegt að stytta tímann sem við erum í skólanum. Við erum búin að stytta hann um eitt ár og ég held að við megum stytta hann um fleiri ár. Af því að heimurinn er fullur af fólki og peningum og alls konar, en við eigum ekkert nógan tíma. Og það er bæði gaman að vera barn en það er líka gaman að vera fullorðinn.“

Þetta segir Kennarasambandið hljóta að endurspegla stefnu Sjálfstæðisflokksins í menntamálum og óskar eftir svörum við eftirfarandi spurningum:

  • Hvaða skólastig hyggst flokkurinn stytta?
  • Um hversu mörg ár?
  • Hvaða kennslugreinar aðallega telur flokkurinn að megi missa sín í íslensku skólakerfi?
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert