Kjörsókn fer rólega af stað

Klukkan 13 var kjörsókn 13,88% í Reykjavíkurkjördæmi norður en kjörstaðir …
Klukkan 13 var kjörsókn 13,88% í Reykjavíkurkjördæmi norður en kjörstaðir voru opnaðir klukkan 9. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kjör­sókn fer ró­lega af stað í kjör­dæm­um lands­ins. Full­trú­ar yfir­kjör­stjórna á lands­byggðinni sem mbl.is ræddi við sjá ekki fyr­ir sér að það verði erfitt að koma at­kvæðunum á taln­ingastaði vegna veðurs.

At­kvæðin frá Gríms­ey komust til yfir­kjör­stjórn­ar í Norðaust­ur­kjör­dæmi um hálfeitt­leytið í dag með flug­vél. Inga Þöll Þórgnýs­dótt­ir hjá yfir­kjör­stjórn gat ekki veitt upp­lýs­ing­ar um kjör­sókn. Hún seg­ist ekki bú­ast við vand­ræðum með að koma at­kvæðunum á taln­ingastað í kvöld vegna veðurs en þó má gera ráð fyr­ir því að þau komi seint að aust­an.

Kjör­sókn var um 10% í Norðvest­ur­kjör­dæmi klukk­an 11 í dag sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Kristjáni Jó­hanns­syni hjá yfir­kjör­stjórn kjör­dæm­is­ins. Hann bend­ir þó á að á sum­um stöðum voru kjörstaðir ekki opnaðir fyrr en klukk­an 12 en von er á næstu kjör­sókn­ar­töl­um klukk­an 15 í dag. Aðspurður hvort hann sjái fyr­ir sér að það gæti orðið erfitt að koma at­kvæðunum á leiðar­enda í kvöld seg­ir hann svo ekki vera. „Við sjá­um ekki nein vand­kvæði í því.“

Klukk­an 11 höfðu 5,08% kosið í Suður­kjör­dæmi. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Óskari Þór­munds­syni hjá yfir­kjör­stjórn kjör­dæm­is­ins voru kjörstaðir opnaðir  klukk­an níu. Ekki er gert ráð fyr­ir því að það skap­ist vand­ræði við að koma at­kvæðunum á áfangastað. „Við erum með nokk­ur plön, sér­stak­lega þegar það kem­ur að Vest­manna­eyj­um. Í versta falli verður farið með þau til Þor­láks­hafn­ar og þau sótt þangað,“ seg­ir Óskar.

Þá höfðu 4,5% kosið í Suðvest­ur­kjör­dæmi klukk­an 11. Það er mun minni kjör­sókn en í alþing­is­kosn­ing­un­um 2013 en á sama tíma þá höfðu 6,4% kosið. 

Klukk­an 13 var kjör­sókn 13,88% í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður en kjörstaðir voru opnaðir klukk­an 9. Þá höfðu 8,5% kosið í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður klukk­an 12. Er það ör­lítið minna en á sama tíma fyr­ir síðustu alþing­is­kosn­ing­ar en þá var kjör­sókn­in 11,02% klukk­an 12.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert