Klæðnaðurinn verður bjartari með deginum

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, kaus í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, kaus í Ráðhúsi Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er bara mjög bjartsýnn og finnst líklegt að það verði jákvæðar breytingar framundan,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Óttarr kaus Bjarta framtíð í Ráðhúsi Reykjavíkur á ellefta tímanum í morgun.

Í dag ætlar Óttar kíkja á kosningaskrifstofu Bjartrar framtíðar á Bræðraborgarstíg í Reykjavík ásamt því að þvælast eitthvað suður með sjó og kíkja í viðtöl og sjónvarpsupptökur.

Ert þú búinn að ákveða hverju þú ætlar að klæðast í kvöld?

„Nei, ég er nú ekki alveg búin að ákveða það. Ég þurfti einmitt að útskýra það fyrir útvarpsmönnum í morgun að ég ætti mörg föt sem væru ekki grá og svört, þetta væri ekki alltaf sama dressið. Þannig að ég ákvað nú að fara allavega í grænar buxur í morgun, það er kannski búið að shame-a mann úr gulu í grænt. En það kæmi mér ekki á óvart að maður færi í bjartari liti eftir því sem líður á daginn svo maður týnist ekki í myrkrinu,“ segir Óttarr.

Eftir kosningarnar er Óttarr búinn að bóka sig á tvenna tónleika með hljómsveitinni Dr. Spock á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem fram fer næstu helgi. „Tónlistin er gott móteitur við of mörgum fundum og of miklu blaðri.“

Óttarr kaus Bjarta framtíð.
Óttarr kaus Bjarta framtíð. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert