Mikill munur á fylginu milli kjördæma

Kjörstaðir loka klukkan 22 en yfir 32 þúsund kjósendur kusu …
Kjörstaðir loka klukkan 22 en yfir 32 þúsund kjósendur kusu utankjörstaða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tölu­verðar sveifl­ur hafa verið á fylgi flokk­anna að und­an­förnu en í dag er komið að því að niðurstaðan fá­ist. Hvaða flokk­ar mynda næstu rík­is­stjórn. Mik­ill mun­ur er á fylgi flokk­ana eft­ir kjör­dæm­um.

Eins og fram hef­ur komið hef­ur Fé­lags­vís­inda­stofn­un Há­skól­ans unnið fjór­ar viku­leg­ar kann­an­ir í októ­ber á fylgi stjórn­mála­flokka fyr­ir Morg­un­blaðið. Sú nýbreytni við gerð kann­an­anna fyr­ir þess­ar kosn­ing­ar að afstaða er könnuð jafnt og þétt yfir alla vik­una auðveld­ar að fylgj­ast með breyt­ing­um sem verða dag frá degi í kosn­inga­bar­átt­unni, þar sem alla jafna ber­ast jafn mörg svör á hverj­um degi. Þetta ger­ir til að mynda kleift að greina hvort til­tek­in at­vik í kosn­inga­bar­átt­unni hafi áhrif á fylgi fram­boða.

Hér til hliðar get­ur að líta fylgi þeirra stjórn­mála­flokka sem ná munu manni á þing væri um úr­slit kosn­inga að ræða, mælt dag­lega í októ­ber. Fylgið er sýnt með línu og hver flokk­ur auðkennd­ur með lit þannig að auðvelt ætti að vera að rekja sig eft­ir lín­unni.

Pírat­ar gefa eft­ir

Af mynd­inni sést að fylgi Pírata mæld­ist í upp­hafi mánaðar­ins 22%. Hæst mæld­ist það 24% þann 15. októ­ber, dag­inn fyr­ir til­kynn­ingu þeirra um fund­ar­boð til stjórn­ar­and­stöðuflokka. Frá þeim degi lækkaði fylgið nokkuð af­ger­andi, en hækk­ar aft­ur í lok mæl­inga­tím­ans og loka­mæl­ing fylg­is þeirra sýn­ir 21%.

Sjálf­stæðis­flokk­ur mæld­ist með 22% fylgi í upp­hafi mánaðar­ins og reis nokkuð fyrstu dag­ana á eft­ir og náði 29% þann 4. októ­ber. Upp frá því lækkaði fylgið nokkuð og féll niður í 19% dag­ana 16.-18. októ­ber en reis á ný, um það leyti sem fyrr­greind­ur fund­ur stjórn­ar­and­stöðuflokka var í umræðunni, og loka­mæl­ing þann 26. októ­ber sýndi 23% fylgi.

Vinstri græn­ir mæld­ust með 24% fylgi þann 1. októ­ber en það féll nokkuð næstu daga á eft­ir og sveiflaðist nokkuð fyrstu vik­una. Hæst mæld­ist fylgið 20% ef und­an er skil­inn fyrsti dag­ur­inn og var fylgi flokks­ins 17% þann 26. októ­ber.

Leitn­in upp á við hjá Fram­sókn

Fram­sókn­ar­flokk­ur mæld­ist með 7% fylgi á fyrsta degi mánaðar­ins og jókst fylgið í 12% dag­ana 4. og 5. októ­ber. Upp frá því féll það nokkuð og 7. októ­ber mæld­ist það 6%. Það hef­ur síðan held­ur auk­ist og mæl­ist 11% í lok tíma­bils­ins sem mælt var.

Í upp­hafi mánaðar­ins mæld­ist fylgi Viðreisn­ar 8%. Það jókst fram eft­ir mánuðinum og mæld­ist mest 14% þann 22. og 23. októ­ber. Fylgi Viðreisn­ar mæl­ist 10% á loka­degi mæl­ing­ar­inn­ar.

Fylgi Bjartr­ar framtíðar hef­ur sveifl­ast nokkuð í mánuðinum. Fyrsta mæl­ing­in sýndi 4% fylgi sem óx svo eft­ir því sem leið á mánuðinn og var mest 9% um miðbik hans en gaf svo eft­ir á ný. Fylgið óx svo aft­ur er leið á og síðasta mæl­ing sýndi 7%.

Sam­fylk­ing mæld­ist með 6% fylgi í upp­hafi mánaðar­ins. Flokk­ur­inn náði svo 9% fylgi þann 6. októ­ber. En frá 18. októ­ber féll það nokkuð og varð lægst 5%. Loka­mæl­ing síðustu könn­un­ar­inn­ar sýndi fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í 6%.

Kosningakort
Kosn­inga­kort Graf/​mbl.is

Mis­sterk­ir í kjör­dæm­um

Þá er einnig for­vitni­legt að sjá þann mun sem er á milli kjör­dæma þegar kem­ur að fylgi stjór­mála­flokka sam­kvæmt könn­un­inni. Hér til hliðar á síðunni eru skífu­rit fyr­ir hvert hinna sex kjör­dæma lands­ins, sem sýna fylgi þeirra sjö fram­boða sem könn­un­in sýn­ir að ná munu manni inn á þing. Jafn­framt eru nöfn þeirra fram­bjóðenda í hverju kjör­dæmi sem könn­un­in sýn­ir að ná muni kjöri væri um úr­slit kosn­inga að ræða.

Þannig mæl­ist Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn með mest fylgi í Suður­kjör­dæmi eða 31%.

Mest fylgi við Pírata í könn­un­inni er í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður, eða 27%. Þá er fylgi Vinstri grænna mest í Norðvest­ur­kjör­dæmi, 22%. Sömu sögu er að segja af Fram­sókn­ar­flokki sem nýt­ur mests fylg­is í Norðvest­ur­kjör­dæmi eða 21%. Fylgi Viðreisn­ar virðist mest í Suðvest­ur­kjör­dæmi, en könn­un­in sýn­ir að fylgi flokks­ins í kjör­dæm­inu er 16%. Sam­fylk­ing nýt­ur mests fylg­is í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður en þar mæl­ist fylgið 10%. Að síðustu er svo að sjá að fylgi Bjartr­ar framtíðar sé mest í Suðvest­ur­kjör­dæmi. Þar segj­ast 9% svar­enda í könn­un­inni ætla að kjósa Bjarta framtíð.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert