Úrslitastund

Kjósandi á síðustu metrunum sprettir úr spori rétt fyrir lokun …
Kjósandi á síðustu metrunum sprettir úr spori rétt fyrir lokun utankjörfundaratkvæðagreiðslu í Perlunni í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útlit er fyrir spennandi talningu atkvæða í kvöld og nótt. Fylgi virðist sveiflast óvenjumikið á milli flokka sem bjóða fram, ef litið er til síðustu kosninga.

Baráttan er ekki síst á milli blokka þar sem spurningin er hvort stjórnarandstöðuflokkarnir nái meirihluta, eins og kannanir hafa bent til, eða Sjálfstæðisflokkurinn nær stöðu til að gera sig gildandi við stjórnarmyndun.

„Það er komið að úrslitastund og valið stendur á milli vaxtar eða vinstristjórnar,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í umfjöllun um kosningarnar í Morgunblaðinu í dag.

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að kosningarnar snúist um hvort hér verði áfram traust efnahagsstjórn, öflugt atvinnulíf og stöðugleiki eða snúið aftur til tilraunar með vinstristjórn og aðild að Evrópusambandinu.

„Kjósendur standa frammi fyrir tveimur valkostum; annars vegar öryggi og stöðugleika með flokkum sem hafa nú þegar sýnt fram á að þeir geti unnið saman að mikilvægum málefnum, og hinsvegar stjórnleysi og óöryggi með flokkum sem eru virkilega ólíkir og margklofnir undir stjórn Sjálfstæðisflokksins,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Pírata.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert