Virkar mjög furðulegt úti í heimi

Píratar fagna tölum í kvöld.
Píratar fagna tölum í kvöld. Ljósmynd/Pressphotos

Birgitta Jóns­dótt­ir, kaf­teinn Pírata, var ánægð með fyrstu töl­ur kvölds­ins. Pírat­ar mæl­ast með 12,3% fylgi og bæta við sig sex þing­mönn­um frá síðast. Þeir voru þrír en verða sam­kvæmt þessu níu.

„Við erum al­veg ótrú­lega glöð. Bara ef við mynd­um fara í 15%, ekki hærra, þá vær­um við búin að þre­falda fylgið okk­ar frá því síðast,“ seg­ir Birgitta í sam­tali við mbl.is eft­ir fyrstu töl­ur kvölds­ins.

„Við höf­um alltaf sagt að þess­ar töl­ur sem eru í skoðana­könn­un­um eru ekki raun­sæj­ar. Það eru all­ir hinir sem hafa verið að taka þeim sem ein­hverj­um veru­leika. Pírat­ar, innra með sér, hafa aldrei verið að bú­ast við 30% eða ein­hverju slíku. Við erum mjög ánægð að hafa verið svona ná­kvæm með hugs­an­leg mögu­leg úr­slit,“ bæt­ir Birgitta við.

Upp­ljóstrun Panama-skjal­anna er ástæða þess að kosið var nú en ekki næsta vor, eins og hefði átt að gera. Þrír ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar, tveir úr Sjálf­stæðis­flokki og einn úr Fram­sókn­ar­flokki, komu fyr­ir í skjöl­un­um. Það kem­ur Birgittu á óvart hversu mikið fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins er:

„Það kem­ur mér rosa­lega á óvart. Mér finnst það mjög sorg­legt og sorg­legt að heim­spress­an sem er hérna mun flytja þær frétt­ir á morg­un að Panama-stjórn­in; ráðherra skatta­mála sem átti eign­ir í skatta­skjól­um eigi mögu­leika á því að verða for­sæt­is­ráðherra. Það virk­ar mjög furðulega úti í heimi,“ seg­ir Birgitta að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert