Allt hægt ef fólk er reiðubúið til málamiðlunar

Karl Tómasson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
Karl Tómasson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar. Ljósmynd/Aðsend

„Fyr­ir mér snýst þátt­taka í stjórn­mál­um um að koma sjón­ar­miðum og hug­sjón­um ekki ein­ung­is á fram­færi held­ur í verk og það ger­ir maður helst í meiri­hluta og þá þarf að hafa þann þroska til að bera að vera sann­gjarn og heiðarleg­ur og kunna að miðla mál­um,“ seg­ir Karl Tóm­as­son, fyrr­ver­andi for­seti bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

Þess­um hug­renn­ing­um greindi Karl fyrst frá á Face­book-síðu sinni í dag. Sjálf­ur hef­ur hann setið í bæj­ar­stjórn Vinstri grænna og Sjálf­stæðis­flokks­ins í þrjú kjör­tíma­bil í Mos­fells­bæ.

„Ég tel að póli­tík og  það að taka þátt í póli­tík snú­ist ekki ein­ung­is um það að tjá skoðanir sín­ar og hug­sjón­ir og hvað maður vill og hverju sé komið í verk held­ur hlýt­ur maður að vilja koma því í verk. Til þess er leik­ur­inn gerður, að hafa áhrif,“ seg­ir Karl.

Snýst um mála­miðlan­ir 

Karl starfaði í um átta ár sem for­seti bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar fyr­ir Vinstri græna og tel­ur að besta leiðin til að ná ár­angri sé að vera í meiri­hluta sam­starfi. Hann seg­ir að sam­starf snú­ist um heil­indi og það að vera sam­vinnu­fús og reiðubú­in að miðla mál­um. „Þú get­ur ekk­ert ætl­ast til þess, hvorki í stjórn­mál­um né í sam­búð við maka þinn að þín sjón­ar­mið séu alltaf bara þau sem kom­ist og eigi að kom­ast í gegn, held­ur þarf að kom­ast að mála­miðlun­um. Ég held að öll sam­bönd, hvers lags sam­bönd sem það eru, end­ist best ef fólk kemst að sam­komu­lagi. Það ger­ir maður ekki með því að vera fast­ur fyr­ir bara á sínu  held­ur einnig með því að skoða aðrar hliðar á mál­inu.“

Þá seg­ir Karl að það að vera eft­ir­gef­an­leg­ur sé ekki endi­lega samasem­merki um það að vera tap­ari. Hann seg­ir sam­starf Vinstri grænna og Sjálf­stæðismanna í Mos­fells­bæ hafa verið afar far­sælt og sýni að allt sé hægt ef vilj­inn er fyr­ir hendi.

Eitt far­sæl­asta sveit­ar­stjórn­ar­sam­starf á land­inu 

Karl deildi þess­um hug­renn­ing­um á Face­book-síðu sinni en færsl­una má sjá hér að neðan:

„Smá hug­leiðing­ar frá göml­um rokk­ara, bók­bind­ara, bæj­ar­stjórn­ar­manni, bíla­sala og nú bíl­stjóra.

Í fyrstu vil ég óska þeim flokk­um sem unnu sigra í ný­af­stöðnum kosn­ing­um til ham­ingju þeir eru klár­lega nokkr­ir, eng­inn vafi leik­ur á því.

Ljóst má vera að vel yfir helm­ing­ur þjóðar­inn­ar kýs vinstriþenkj­andi flokka og rís fylgi Vinstri grænna þar hæst. Vinstri græn hafa nú í brátt tvo ára­tugi staðið vakt­ina í um­hverf­is­mál­um og jafn­rétti í allri sinni mynd og er nú greini­lega best treyst­andi allra vinstriafla til að standa þann vörð.

Í Mos­fells­bæ komust Vinstri græn í fyrsta skipti frá stofn­un flokks­ins í meiri­hluta­sam­starf und­ir eig­in merki. Nú brátt þrem­ur kjör­tíma­bil­um síðar er hann enn í þeirri stöðu í Mos­fells­bæ að vera í meiri­hluta. Á sama tíma hafa meiri­hlut­ar úti um allt land úr öll­um mögu­leg­um flokk­um gef­ist upp á sam­starfi sök­um þess að fólk hef­ur ekki getað unnið sam­an og haft þroska til að ná mála­miðlun­um.

Meiri­hluta­sam­starfið í Mos­fells­bæ sem er nú senni­lega orðið eitt það elsta á land­inu er skipað Vinstri græn­um og Sjálf­stæðismönn­um. Flokk­arn­ir og fólkið sem þá skipa hafa átt afar gott sam­starf og náð að miðla mál­um af þroska og sann­girni.

Senni­lega eru ein­ir erfiðustu tím­ar lífs míns þegar ég ásamt fé­lög­um mín­um tók þá ákvörðun að fara í sam­starf með Sjálf­stæðismönn­um. Það var ekki ákv­arðar­inn­ar vegna held­ur vegna þeirr­ar heiftúðlegu umræðu sem kom í kjöl­farið og ótrú­legs per­són­uníðs í minn garð, ekki ein­ung­is í Mos­fells­bæ, held­ur úti um allt land, í fölmiðlum og á alþingi. Rödd Sam­fylk­ing­ar­inn­ar var þar drjúg.

Í dag dett­ur nú ein­hverra hluta vegna fáum í hug að agn­ú­ast út í þetta sam­starf í Mos­fells­bæ a.m.k ekki á op­in­ber­um vett­vangi.

Fyr­ir mér snýst þátt­taka í stjórn­mál­um um að koma sjón­ar­miðum og hug­sjón­um ekki ein­ung­is á fram­færi held­ur í verk og það ger­ir maður helst í meiri­hluta og þá þarf að hafa þann þroska til að bera að vera sann­gjarn og heiðarleg­ur og kunna að miðla mál­um.

Ég hafði góða reynslu af því í Mos­fells­bæ með góðu fólki.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka