Bakar táknræna köku við tækifæri

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Eggert

Bjarni Bene­dikts­son seg­ist í raun eng­an flokk hafa úti­lokað til mögu­legs stjórn­ar­sam­starfs, aðra en Pírata. Bjarni hef­ur sagst áfram vera sam­starfs­fús við Fram­sókn­ar­flokk­inn en spurður hvort hann telji rík­is­stjórn, sem sam­an­stend­ur af báðum nú­ver­andi stjórn­ar­flokk­um, lík­lega til vin­sælda meðal al­menn­ings, seg­ist Bjarni ekki vilja gefa sér neitt fyr­ir­fram í því.

„Þess­ir flokk­ar geta myndað kjarn­ann í þriggja flokka stjórn ef til þess kæmi og ég er ein­fald­lega að segja með þessu að ég ætla að ganga inn í morg­undag­inn og næstu daga með op­inn huga," seg­ir Bjarni. „Ég úti­loka alls ekki Fram­sókn­ar­flokk­inn sem sam­starfsaðila enda hef ég í raun og veru eng­an úti­lokað í umræðum um þetta aðra en Pírat­ana.“

Hann seg­ist ekki ætla að tína til neina flokka um­fram aðra og seg­ist, líkt og komið hef­ur fram, ætla að bíða og sjá úr­slit­in áður en lengra er haldið. 

Bak­ar tákn­ræna köku við tæki­færi

„Það kem­ur að því, um leið og ég fæ tíma til þess, mundi ég hafa mjög gam­an af því að baka ein­hverja tákn­ræna köku í til­efni af niður­stöðunni,“ seg­ir Bjarni, um hvort hann ætli að baka köku til að fagna úr­slit­um kosn­ing­anna.  

„Nú er klukk­an að verða tvö og ég held að ég hefði gott af því að fara að hvíla mig áður en mjög langt um líður, ég fylg­ist kannski með þessu á nátt­bux­un­um eitt­hvað fram eft­ir,“ seg­ir Bjarni, sem er afar ánægður með stöðuna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka