Benedikt Jóhannessyni, formanni Viðreisnar, finnst eðlilegt að sinn flokkur fái umboð til ríkisstjórnarmyndunar nú að loknum kosningum. Þetta sagði Benedikt í samræðum leiðtoga stærstu flokkanna í hádegisfréttatíma á Stöð 2.
Þá sagði hann sömuleiðis eðlilegt að líta til þess möguleika að hann yrði í framhaldinu forsætisráðherra. Sagði hann Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk vera sigurvegara kosninganna, ásamt Viðreisn.
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagðist þá aðspurður myndu biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt síðar í dag.