Eðlilegt að Viðreisn fái umboðið

Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar.
Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bene­dikt Jó­hann­es­syni, for­manni Viðreisn­ar, finnst eðli­legt að sinn flokk­ur fái umboð til rík­is­stjórn­ar­mynd­un­ar nú að lokn­um kosn­ing­um. Þetta sagði Bene­dikt í sam­ræðum leiðtoga stærstu flokk­anna í há­deg­is­frétta­tíma á Stöð 2.

Þá sagði hann sömu­leiðis eðli­legt að líta til þess mögu­leika að hann yrði í fram­hald­inu for­sæt­is­ráðherra. Sagði hann Vinstri græn og Sjálf­stæðis­flokk vera sig­ur­veg­ara kosn­ing­anna, ásamt Viðreisn.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son for­sæt­is­ráðherra sagðist þá aðspurður myndu biðjast lausn­ar fyr­ir sig og ráðuneyti sitt síðar í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert