Einar Pírati: Súrsæt niðurstaða

Einar Brynjólfsson, oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi, til hægri, á kosningavöku …
Einar Brynjólfsson, oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi, til hægri, á kosningavöku flokksins í kvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ein­ar Brynj­ólfs­son Pírati, efsti maður á lista flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi, verður nýr þingmaður, ef svo fer sem horf­ir og seg­ist vita­skuld ánægður með það. „Til­finn­ing­arn­ar eru samt blendn­ar. Við gerðum okk­ur vissu­lega von um að ná tveim­ur mann­eskj­um inn hér í kjör­dæm­inu en litl­ar lík­ur eru á því héðan af,“ sagði Ein­ar við mbl.is um eitt­leytið í nótt.

„Auðvitað erum við þakk­lát fyr­ir að marg­falda fylgi okk­ar, bæði hér og á landsvísu og þetta er mik­ill sig­ur, þótt við hefðum viljað hafa hann enn stærri, ekki síst í ljósi þess tæki­fær­is sem við vor­um búin að eygja á ein­hvers kon­ar stjórn­ar­mynd­um. Nú virðist hún úr sög­unni; nótt­in er að vísu enn ung en mjög mikið þarf að breyt­ast til þess að mögu­leiki verði á því.“

Sig­ur­veg­ar­ar kosn­ing­anna, að mati Ein­ars, eru VG, Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og Viðreisn - og Pírat­ar, sem fara úr 3 þing­mönn­um í 9, eins og staðan er. „Ég á kannski ekki að tala ár­ang­ur okk­ar niður. Kannski á ég að vera mjög ánægður, en stemn­ing­in er samt svona vegna þess hve mikið við höfðum fengið í skoðana­könn­un­um. Við vor­um með hátt í 40% í könn­un­um á sín­um tíma og við erum fúl að fá svona miklu minna, en það er auðvitað aldrei neitt gefið í skoðana­könn­un­um. Niðurstaðan er óneit­an­lega súr­sæt,“ sagði Ein­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka