Forseti Íslands átti í dag fund á Bessastöðum með Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra. Á fundinum baðst ráðherra lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína. Forseti féllst á lausnarbeiðni hans en óskaði þess jafnframt að stjórnin sæti uns tekist hefði að mynda nýja ríkisstjórn.
Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forseta Íslands er ekki búist við því að forseti Íslands feli neinum formanni þeirra stjórnmálaflokka sem nú eiga fulltrúa á þingi umboð til ríkisstjórnarmyndunar í dag.
Samkvæmt heimildum mbl.is hefur forseti Íslands boðað formenn allra flokka á Alþingi á sinn fund á morgun.