Kallar á endurskoðun á stefnu

Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Golli

Úrslit alþingiskosninganna kalla á endurskoðun og umræðu um stefnu og forystu hjá Samfylkingunni. Þetta segir Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar. „Hvort ég held áfram sem formaður er seinni tíma mál og ákvörðun sem ég tek ekki ein,“ segir hún. 

Flokk­ur­inn fékk 5,7% at­kvæða, þrjá þing­menn kjörna og missti sex. Fimm þing­menn flokks­ins sem sótt­ust eft­ir end­ur­kjöri hlutu ekki náð fyr­ir aug­um kjós­enda. Það voru þau Árni Páll Árna­son, Helgi Hjörv­ar, Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, Val­gerður Bjarna­dótt­ir og Össur Skarp­héðins­son.

Stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar fundaði í dag þar sem rædd voru ýmis praktísk mál að sögn Oddnýjar. Hún segist ekki eiga von á því að reyna muni á Samfylkinguna í stjórnarmyndunarviðræðum. „Hins vegar myndum við að sjálfsögðu leggja okkar lóð á vogarskálar þess að hér yrði mynduð umbótastjórn,“ segir Oddný.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert