Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, kallar eftir afsögn formanns flokksins, Sigurðar Inga Jóhannssonar, á Facebook-síðu sinni við afar misjafnvar undirtektir þeirra sem tjá sig um færslu hennar.
„2007 varð hrun Framsóknarflokksins og formaður sagði af sér - 2016 varð enn meira hrun Framsóknarflokksins - og hvað???“ skrifar Vigdís fyrir skömmu á Facebook en Sigurður Ingi var kjörinn formaður Framsóknarflokksins í síðasta mánuði eftir að hafa fengið meiri stuðning á landsfundi flokksins en fráfarandi formaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.