Lágmark þriggja flokka ríkisstjórn

Nú taka við stjórnarviðræður, en engir tveir flokkar geta myndað …
Nú taka við stjórnarviðræður, en engir tveir flokkar geta myndað ríkisstjórn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nú þegar loka­töl­ur úr öll­um kjör­dæm­um liggja fyr­ir er ljóst að ekki er hægt að mynda tveggja flokka stjórn. Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, staðfesti í for­manns­spjalli RÚV í nótt að hann myndi ganga á fund for­seta og skila umboði sínu. Sagði hann við það tæki­færi að eðli­leg­ast væri að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fengi stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boðið.

Bjarni Benediktsson ,formaður Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn er stærsti flokkur landsins með …
Bjarni Bene­dikts­son ,formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. Flokk­ur­inn er stærsti flokk­ur lands­ins með 29% at­kvæða. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Lok­aniðurstaðan á land­inu öllu er eft­ir­far­andi:

Sjálf­stæðis­flokk­ur: 29,0% - 21 sæti (bæta við sig 2 sæt­um)

Vinstri græn: 15,9% - 10 sæti (bæta við sig 3 sæt­um)

Pírat­ar: 14,5% - 10 sæti (bæta við sig 7 sæt­um)

Fram­sókn­ar­flokk­ur: 11,5% - 8 sæti (missa 11 sæti)

Viðreisn: 10,5% - 7 sæti (kem­ur nýr inn)

Björt framtíð: 7,2% - 4 sæti (missa 2 sæti)

Sam­fylk­ing­in: 5,7% - 3 sæti (missa 6 sæti)

Sigurður Ingi Jóhannesson, formaður Framsóknar, mun skila umboði sínu til …
Sig­urður Ingi Jó­hann­es­son, formaður Fram­sókn­ar, mun skila umboði sínu til for­seta. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Karl Garðars­son og Sig­ríður Ingi­björg detta út í Reykja­vík norður

Í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður held­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn þrem­ur þing­mönn­um, Vinstri græn­ir bæta við sig þing­manni og eru einnig með þrjá þing­menn og Pírat­ar fara úr ein­um þing­manni í þrjá. Björt Framtíð held­ur sín­um þing­manni í kjör­dæm­inu og Viðreisn nær inn manni. Fram­sókn miss­ir aft­ur á móti tvo þing­menn og sömu­leiðis Sam­fylk­ing­in.

Þar með er ljóst að hvorki Karl Garðars­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, né Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, kom­ast inn.

Össur Skarp­héðins­son úti en Lilja Al­freðsdótt­ir inni í Reykja­vík suður

Í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður fær Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn þrjá þing­menn eins og í síðustu kosn­ing­um. Vinstri græn­ir og Pírat­ar bæta við sig ein­um manni og fá báðir flokk­ar tvo þing­menn. Viðreisn kem­ur inn með tvo þing­menn í sín­um fyrstu kosn­ing­um og Fram­sókn­ar­flokk­ur og Björt framtíð fá einn mann hvort fram­boð. Missa þau bæði einn þing­mann.

Össur Skarphéðinsson er dottinn út af þingi eftir fjölmörg ár …
Össur Skarp­héðins­son er dott­inn út af þingi eft­ir fjöl­mörg ár sem bæði ráðherra og þingmaður. Eggert Jó­hann­es­son

Er þá ljóst að Lilja Al­freðsdótt­ir, vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins kemst á þing, en Hild­ur Sverr­is­dótt­ir,  sem var í fjórða sæti Sjálf­stæðis­flokks­ins er úti. Össur Skarp­héðins­son, sem hef­ur um langt ára­bil setið á þingi, er einnig úti eft­ir út­slit kvölds­ins.

Vil­hjálm­ur Bjarna­son nær inn í Suðvest­ur

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn held­ur fimm mönn­um í Suðvest­ur­kjör­dæmi og er þar lang stærsti flokk­ur­inn. Pírat­ar, Viðreisn og Björt framtíð fá þar tvo þing­menn hvert fram­boð, en fyr­ir voru Pírat­ar og Björt framtíð með einn þing­mann og Viðreisn kem­ur inn sem nýr flokk­ur í ár. Fram­sókn­ar­flokk­ur nær ein­um þing­manni, en var síðast með 2 þing­menn.

Sam­kvæmt þessu er Vil­hjálm­ur Bjarna­son inni fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn og Theo­dóra S. Þor­steins­dótt­ir kem­ur ný inn fyr­ir Bjarta framtíð á upp­bót­ar­sæti. Þá er Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, fyrr­ver­andi vara­formaður og þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, orðinn nýr þingmaður fyr­ir Viðreisn í kjör­dæm­inu.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Flokkur hennar bætti mikið við …
Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri grænna. Flokk­ur henn­ar bætti mikið við sig og náði 10 þing­mönn­um. mbl.is/​Eggert

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn bæt­ir við manni í Norðvest­ur

Í Norðvest­ur­kjör­dæmi bæt­ir Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn við sig manni og nær þrem­ur þing­mönn­um. Fram­sókn miss­ir einn þing­mann og end­ar með tvo þing­menn. Vinstri græn­ir, Pírat­ar og Sam­fylk­ing ná öll inn ein­um þing­manni, en áður voru Vinstri græn­ir og Sam­fylk­ing með sinn mann­inn hvort fram­boð.

Bene­dikt nær upp­bót­ar­sæti í Norðaust­ur

Í Norðaust­ur­kjör­dæmi miss­ir Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn einn þing­mann en er áfram stærsti flokk­ur­inn með þrjá þing­menn. Fram­sókn og Vinstri græn­ir ná tveim­ur þing­mönn­um hvort fram­boð, en Fram­sókn miss­ir tvo þing­menn frá fyrri kosn­ing­um.

Sam­fylk­ing, Pírat­ar og Viðreisn ná öll inn þing­manni, en Sam­fylk­ing­in var áður með einn þing­mann. Bene­dikt Jó­hann­es­son, formaður Viðreisn­ar kem­ur inn á upp­bót­arþing­sæti og Sam­fylk­ing­in náði síðasta kjör­dæmis­kjörna sæt­inu sem Logi Már Ein­ars­son mun skipa.

Björt framtíð missti einn þingmann, en Viðreisn náði sjö þingmönnum …
Björt framtíð missti einn þing­mann, en Viðreisn náði sjö þing­mönn­um í fyrstu til­raun. Eggert Jó­hann­es­son

Fram­sókn miss­ir tvo í Suður­kjör­dæmi

Í Suður­kjör­dæmi held­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fjór­um þing­mönn­um og er stærsti flokk­ur­inn. Fram­sókn miss­ir tvo þing­menn og nær tveim­ur inn í ár. Pírat­ar, Vinstri græn­ir, Viðreisn og Sam­fylk­ing ná öll inn manni, en Vinstri græn­ir og Pírat­ar eru að bæta við sig manni á meðan Sam­fylk­ing held­ur velli og Björt framtíð er að tapa manni.

Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, komst inn sem uppbótarþingmaður.
Odd­ný G. Harðardótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, komst inn sem upp­bót­arþingmaður. mbl.is/​Golli

Odd­ný Harðardótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, kemst inn á upp­bót­ar­sæti og Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, þing­kona Sjálf­stæðis­flokks­ins held­ur sínu sæti. Þá kem­ur Ari Trausti Guðmunds­son, fyrr­ver­andi for­setafram­bjóðandi, nýr inn sem odd­viti Vinstri grænna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert