Lokatölur úr öllum kjördæmum eru komnar í hús, en síðustu tölur bárust rétt yfir níu frá Norðvesturkjördæmi. Engin breyting varð í því kjördæmi, en tölur þar höfðu áhrif á uppbótarþingsæti í Reykjavíkurkjördæmi norður þar sem Píratar fengu aukaþingmann á kostnað Bjartrar framtíðar.
Það var Halldóra Mogensen í Pírötum sem kom inn eftir lokatölurnar, en Sigrún Gunnarsdóttir í Bjartri framtíð sem datt út á lokametrunum.
Samkvæmt lokaniðurstöðum munu eftirtaldir einstaklingar setjast á þing:
Lokatölur fyrir landið allt:
Sjálfstæðisflokkur: 29,0% - 21 sæti (bæta við sig 2 sætum)
Vinstri grænir: 15,9% - 10 sæti (bæta við sig 3 sætum)
Píratar: 14,5% - 10 sæti (bæta við sig 7 sætum)
Framsóknarflokkur: 11,5% - 8 sæti (missa 11 sæti)
Viðreisn: 10,5% - 7 sæti (kemur nýr inn)
Björt framtíð: 7,2% - 4 sæti (missa 2 sæti)
Samfylkingin: 5,7% - 3 sæti (missa 6 sæti)
Samkvæmt þessum tölum er ekki hægt að mynda tveggja flokka stjórn, en stærstu tveir flokkarnir eru Sjálfstæðisflokkur með 29,0% atkvæða og Vinstri grænir með 15,9% atkvæða. Er heildarþingmannafjöldi þeirra flokka 31, en til að ná meirihluta á þingi þarf 32 sæti.
Reykjavík norður – Björt heldur sæti sínu:
Í Reykjavíkurkjördæmi norður er það Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti sjálfstæðismanna, sem er fyrsti maður í kjördæminu. Á eftir honum koma Katrín Jakobsdóttir (V), Birgitta Jónsdóttir (P), Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (D), Þorsteinn Víglundsson (C), Steinunn Þóra Árnadóttir (V), Björn Leví Gunnarsson (P), Birgir Ármannsson (D) og Björt Ólafsdóttir (A). Uppbótarþingmenn eru Andrés Ingi Jónsson (V) og Halldóra Mogensen (P).
Reykjavík suður – Lilja Dögg inni:
Í Reykjavíkurkjördæmi suður eru eftirfarandi kjördæmakjörnir þingmenn: Ólöf Nordal (D), Svandís Svavarsdóttir (V), Ásta Guðrún Helgadóttir (P), Brynjar Níelsson (D), Hanna Katrín Friðriksson (C), Kolbeinn Óttarsson Proppé (V), Gunnar Hrafn Jónsson (P), Sigríður Á. Andersen (D) og Lilja Dögg Alfreðsdóttir (B). Uppbótarþingmenn eru Nichole Leigh Mosty (A) og Pawel Bartoszek (C).
Suðvestur – Vilhjálmur Bjarnason inni:
Í stærsta kjördæmi landsins, Suðvesturkjördæmi eru eftirfarandi þingmenn kjördæmakjörnir: Bjarni Benediktsson (D), Bryndís Haraldsdóttir (D), Jón Þór Ólafsson (P), Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (C), Rósa Björk Brynjólfsdóttir (V), Jón Gunnarsson (D), Óttarr Proppé (A), Óli Björn Kárason (D), Eygló Harðardóttir (B), Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) og Vilhjálmur Bjarnason (D). Uppbótarþingmenn eru Theodóra S. Þorsteinsdóttir (A) og Jón Steindór Valdimarsson (C).
Norðvestur - Sjálfstæðismenn og Píratar taka af Samfylkingu og Framsókn:
Í Norðvesturkjördæmi eru eftirtaldir þingmenn kjördæmakjörnir: Haraldur Benediktsson (D), Gunnar Bragi Sveinsson (B), Lilja Rafney Magnúsdóttir (V), Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (D), Eva Pandora Baldursdóttir (P), Elsa Lára Arnardóttir (B) og Teitur Björn Einarsson (D). Uppbótarþingmaður er Guðjón S. Brjánsson (S).
Norðaustur – Samfylking nær manni:
Í víðfeðmasta kjördæmi landsins, Norðausturkjördæmi eru kjördæmakjörnir þingmenn eftirfarandi: Kristján Þór Júlíusson (D), Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (B), Steingrímur J. Sigfússon (V), Njáll Trausti Friðbertsson (D), Þórunn Egilsdóttir (B), Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (V), Einar Aðalsteinn Brynjólfsson (P), Valgerður Gunnarsdóttir (D) og Logi Már Einarsson (S). Uppbótarþingmaður er Benedikt Jóhannesson (C).
Suður – Framsókn tapar tveimur mönnum:
Í Suðurkjördæmi eru eftirfarandi þingmenn kjördæmakjörnir og þar af leiðandi öruggir inn: Páll Magnússon (D), Sigurður Ingi Jóhannsson (B), Ásmundur Friðriksson (D), Smári McCarthy (P), Vilhjálmur Árnason (D), Ari Trausti Guðmundsson (V), Silja Dögg Gunnarsdóttir (B), Unnur Brá Konráðsdóttir (D) og Jóna Sólveig Elínardóttir (C). Uppbótarþingmaður er Oddný G. Harðardóttir (S).