Myndi fagna minnihlutastjórn

Helgi Hrafn Gunnarsson, fráfarandi þingmaður Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson, fráfarandi þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er erfitt, því það er margt gott og margt slæmt í þessu,“ seg­ir Helgi Hrafn Gunn­ars­son, frá­far­andi þingmaður Pírata, spurður um álit sitt á niður­stöðum alþing­is­kosn­ing­anna.

„Maður sér sumt fólk fara út sem maður vildi hafa inni, en á móti kem­ur inn fólk sem maður vildi ein­mitt mjög mikið að kæm­ist inn, svo þetta eru dá­lítið blendn­ar til­finn­ing­ar,“ seg­ir Helgi í sam­tali við mbl.is.

Geta loks­ins mannað all­ar nefnd­ir

„Ég er mjög ánægður með okk­ar ár­ang­ur. Það var vissu­lega við því bú­ist að kann­an­ir gæfu skakka mynd, fyr­ir utan það að maður veit bara bet­ur en að taka könn­un­um sem ein­hverj­um heil­ög­um sann­leika, þetta breyt­ist svo hratt.“

Þó að Pírat­ar hafi ekki náð þeim ár­angri sem ýms­ar skoðanakann­an­ir höfðu sýnt fram á, seg­ir Helgi að him­inn og haf sé á milli þess að hafa tíu manna þing­flokk og þriggja manna þing­flokk.

„Ég fagna því nú bara sér­stak­lega að Pírat­ar geti loks­ins mannað all­ar nefnd­ir. Auðvitað er það þó ekki boðlegt að smærri flokk­ar séu ein­fald­lega und­an­skild­ir stór­um hluta þing­starfs­ins sök­um mann­eklu. Það er fá­rán­leg staða, en hún er að minnsta kosti kom­in í lag hjá okk­ur.“

Bend­ir hann á að sí­fellt dræm­ari kjör­sókn sé mikið áhyggju­efni, en hún var 79,2% í ár.

„Sér­stak­lega núna, þegar í boði eru marg­ir val­kost­ir. Það er ekki eins og fólk hafi skort val­kosti,“ seg­ir Helgi og bæt­ir við að finna þurfi lausn á þessu.

Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata eftir að hún greiddi atkvæði sitt …
Birgitta Jóns­dótt­ir kap­teinn Pírata eft­ir að hún greiddi at­kvæði sitt í gær. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Rétt ákvörðun að draga sig í hlé

Marg­ir hafa haft orð á því að fylgi Pírata hefði verið mun meira í kosn­ing­un­um, ef Helga hefði notið meira við í kosn­inga­bar­átt­unni og hann boðið sig fram til áfram­hald­andi þing­mennsku.

Helgi seg­ist aðspurður hafa mætt þessu viðhorfi víða.

„Ég heyri þetta rosa­lega mikið, það eru mjög marg­ir að segja mér þetta. En Pírat­ar eru flokk­ur sem geng­ur ekki út á að til­tekn­ir aðilar þurfi að vera á þingi til að hann virki sem slík­ur,“ seg­ir hann.

„Ef þetta er satt, sem þeir segja, þá er það vanda­mál gagn­vart okk­ar störf­um sem mig lang­ar til að laga. En ég get það ekki nema sem óbreytt­ur meðlim­ur flokks­ins, sem ég hyggst gera.

En þetta er rétt ákvörðun, ég er al­gjör­lega sann­færður um það. Rétt ákvörðun verður ekki röng við það að verða óvin­sæl.“

Gegnsósa af þörf fyr­ir meiri­hluta­stjórn­ir

Hvaða stjórn sérðu fyr­ir þér núna, að kosn­ing­um lokn­um?

„Úff, spurðu Guðna Th. um það maður!“ svar­ar Helgi og hlær við.

„Ég segi ekki orð um það. Þetta er svo skrýt­in staða. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn eyk­ur við sig, sem mér finnst per­sónu­lega stórfurðulegt. Ég öf­unda ekki for­set­ann af hans stöðu, að reyna að finna út hvernig hann eigi að púsla þessu sam­an.

En ég myndi fagna því sjálf­ur ef við mynd­um loks­ins koma á minni­hluta­stjórn. Mér finnst pirr­andi hvernig ís­lensk stjórn­mál eru gegnsósa af þess­ari ímynduðu þörf fyr­ir meiri­hluta­stjórn­ir.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka