Útilokar eingöngu Pírata

Bjarni Benediktsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir voru ánægð í gærkvöldi …
Bjarni Benediktsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir voru ánægð í gærkvöldi á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég mun segja við for­set­ann að ég telji það vera eðli­legt fram­hald af þess­um kosn­ing­um, að ég fái umboð til að mynda næstu rík­is­stjórn,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í sam­tali við mbl.is.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hlaut 29% at­kvæða og verður með 21 þing­mann á þingi á næsta kjör­tíma­bili. Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, hef­ur ekki haft sam­band við Bjarna og veitt hon­um umboð til að hefja stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður:

Nei, við höf­um ekk­ert heyrst.

Bjarni kveðst aðspurður margoft hafa sagt hvaða flokka hann úti­loki að geti starfað með Sjálf­stæðis­flokkn­um í rík­is­stjórn:

„Ég hef haldið nokk­urn veg­inn öllu opnu. Ég hef sagt að við vær­um ekki að fara að vinna með Pír­öt­um en ég hef ekki þrengt stöðuna meira en það.“

Öðrum kost­um er því haldið opn­um og tel­ur Bjarni að það sé ágæt­is byrj­un. „Við sjá­um til hvað þetta geng­ur hratt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert