Elliði vill ríkisstjórn með VG

Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja. mbl.is/Árni Sæberg

Far­sæl­ast væri fyr­ir land og þjóð að Sjálf­stæðis­flokk­ur og Vinstri græn mynduðu sam­an rík­is­stjórn, ásamt annaðhvort Bjartri framtíð eða Viðreisn.

Þetta seg­ir Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri Vest­manna­eyja, í grein sem hann birt­ir á heimasíðu sinni.

„Við þurf­um rík­is­stjórn sem sýn­ir í verki að stjórn­mál­in á Íslandi eru byggð á traustri lýðræðis­hefð og stjórn­mála­menn láta sér í raun og veru annt um hag lands­manna og veg lands og þjóðar,“ seg­ir Elliði.

„Við þurf­um rík­is­stjórn með tal­sam­band jafnt við verka­lýðsfor­yst­una, at­vinnu­lífið og al­menn­ing all­an. Rík­is­stjórn með styrk­an meiri­hluta og breiða ásýnd.“

Ný­sköp­un­ar­stjórn­in 1944

Máli sínu til stuðnings minn­ist Elliði ný­sköp­un­ar­stjórn­ar­inn­ar sem mynduð var árið 1944 und­ir for­ystu Ólafs Thors, for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins.

„Fáir ef­ast um að sú rík­is­stjórn lagði grunn­inn að þeim stóru skref­um sem land og þjóð tók á eft­ir­stríðsár­un­um. Skref sem tóku Ísland frá miðöld­um inn í nú­tím­ann,“ seg­ir hann því næst.

Ný­sköp­un­ar­stjórn­in var þriggja flokka stjórn Sjálf­stæðis­flokks, Sósí­al­ista­flokks­ins og Alþýðuflokks­ins. Sem sagt sá flokk­ur sem var lengst til hægri, sá flokk­ur sem var lengst til vinstri og flokk­ur vinstra­meg­in við miðju.“

Best að hafa breiða skír­skot­un

Í hans huga séu verk­efni næstu rík­is­stjórn­ar ekki síst að „byggja upp traust, tryggja stöðug­leika, efla innviði og stuðla að vel­ferð,“ sem best verði  gert með rík­is­stjórn sem styðjist við sterk­an meiri­hluta og hafi breiða skír­skot­un.

Sann­ar­lega er hægt að gera þetta á marg­an veg en rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks, VG og Bjartr­ar framtíðar (eða Viðreisn­ar) hugn­ast mér vel.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert