Elliði vill ríkisstjórn með VG

Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja. mbl.is/Árni Sæberg

Farsælast væri fyrir land og þjóð að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn mynduðu saman ríkisstjórn, ásamt annaðhvort Bjartri framtíð eða Viðreisn.

Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í grein sem hann birtir á heimasíðu sinni.

„Við þurfum ríkisstjórn sem sýnir í verki að stjórnmálin á Íslandi eru byggð á traustri lýðræðishefð og stjórnmálamenn láta sér í raun og veru annt um hag landsmanna og veg lands og þjóðar,“ segir Elliði.

„Við þurfum ríkisstjórn með talsamband jafnt við verkalýðsforystuna, atvinnulífið og almenning allan. Ríkisstjórn með styrkan meirihluta og breiða ásýnd.“

Nýsköpunarstjórnin 1944

Máli sínu til stuðnings minnist Elliði nýsköpunarstjórnarinnar sem mynduð var árið 1944 undir forystu Ólafs Thors, formanns Sjálfstæðisflokksins.

„Fáir efast um að sú ríkisstjórn lagði grunninn að þeim stóru skrefum sem land og þjóð tók á eftirstríðsárunum. Skref sem tóku Ísland frá miðöldum inn í nútímann,“ segir hann því næst.

Nýsköpunarstjórnin var þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokksins og Alþýðuflokksins. Sem sagt sá flokkur sem var lengst til hægri, sá flokkur sem var lengst til vinstri og flokkur vinstramegin við miðju.“

Best að hafa breiða skírskotun

Í hans huga séu verkefni næstu ríkisstjórnar ekki síst að „byggja upp traust, tryggja stöðugleika, efla innviði og stuðla að velferð,“ sem best verði  gert með ríkisstjórn sem styðjist við sterkan meirihluta og hafi breiða skírskotun.

Sannarlega er hægt að gera þetta á margan veg en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG og Bjartrar framtíðar (eða Viðreisnar) hugnast mér vel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert