Hefði farið með Framsókn í 19%

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir á …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir á kosningavöku Framsóknarflokksins á Akureyri. Sigmundur Davíð segir að flokkurinn hefði fengið betri kosningu undir sinni stjórn. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, tel­ur að flokkn­um hefði gengið bet­ur und­ir sinni stjórn, að því er haft er eft­ir hon­um í Frétta­blaðinu í dag.

„Ég var bú­inn að leggja drög að því hvernig með öfl­ugri kosn­inga­bar­áttu við hefðum getað aukið fylgið um kannski fjög­ur pró­sentu­stig og svo kannski tvö í viðbót í kosn­ing­un­um sjálf­um. Við hefðum þá getað gert ráð fyr­ir 18 til 19 pró­senta fylgi,“ hef­ur blaðið eft­ir Sig­mundi Davíð, sem kveður út­komu kosn­ing­anna ekki hafa verið góða niður­stöðu fyr­ir Fram­sókn.

20% fylgi í kjör­dæmi Sig­mund­ar

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk 11,5% at­kvæða á landsvísu í kosn­ing­un­um á laug­ar­dag og átta þing­menn kjörna. Hann fékk 19 þing­menn kjörna árið 2013 og miss­ir því ell­efu þing­menn.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk hins veg­ar 20% fylgi í kjör­dæmi Sig­mund­ar Davíðs, Norðaust­ur­kjör­dæmi og tvo þing­menn kjörna. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka