Laun forseta hækka um hálfa milljón

Alþingishúsið við Austurvöll.
Alþingishúsið við Austurvöll. Þorkell Þorkelsson

Launakjör forseta Íslands, ráðherra og þingfararkaup alþingismanna mun hækka frá og með næstu mánaðamótum samkvæmt úrskurði kjararáðs. 

Fyrir úrskurðinn voru laun forsætisráðherra um 1,5 milljónir króna á mánuði en eftir mánaðamót hækka þau í 2.021.825 krónur á mánuði með þingfararkaupi. Laun annarra ráðherra að meðtöldu þingfararkaupi verða 1.826.273 krónur á mánuði. 

Laun forseta Íslands hækka úr tæpum 2,5 milljónum króna á mánuði í tæpar þrjár milljónir og þingfararkaup alþingismanna verður 1.101.194 krónur á mánuði.

Í úrskurðinum kemur meðal annars fram að afar mikilvægt sé að þjóðkjörnir fulltrúar séu fjárhagslega sjálfstæðir og engum háðir. 

Ný launakjör forseta taka gildi frá og með 1. nóvember en 30. október hjá alþingismönnum og ráðherrum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka