Laun forseta hækka um hálfa milljón

Alþingishúsið við Austurvöll.
Alþingishúsið við Austurvöll. Þorkell Þorkelsson

Launa­kjör for­seta Íslands, ráðherra og þing­far­ar­kaup alþing­is­manna mun hækka frá og með næstu mánaðamót­um sam­kvæmt úr­sk­urði kjararáðs. 

Fyr­ir úr­sk­urðinn voru laun for­sæt­is­ráðherra um 1,5 millj­ón­ir króna á mánuði en eft­ir mánaðamót hækka þau í 2.021.825 krón­ur á mánuði með þing­far­ar­kaupi. Laun annarra ráðherra að meðtöldu þing­far­ar­kaupi verða 1.826.273 krón­ur á mánuði. 

Laun for­seta Íslands hækka úr tæp­um 2,5 millj­ón­um króna á mánuði í tæp­ar þrjár millj­ón­ir og þing­far­ar­kaup alþing­is­manna verður 1.101.194 krón­ur á mánuði.

Í úr­sk­urðinum kem­ur meðal ann­ars fram að afar mik­il­vægt sé að þjóðkjörn­ir full­trú­ar séu fjár­hags­lega sjálf­stæðir og eng­um háðir. 

Ný launa­kjör for­seta taka gildi frá og með 1. nóv­em­ber en 30. októ­ber hjá alþing­is­mönn­um og ráðherr­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert