Samfylkingin verður ekki í ríkisstjórn

Oddný Harðardóttir mætir á Bessastaði.
Oddný Harðardóttir mætir á Bessastaði. mbl.is/Golli

Samfylkingin verður ekki í næstu ríkisstjórn. Þetta sagði Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, eftir fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hins vegar væri flokkurinn reiðubúinn að styðja minnihlutastjórn.

„Við erum ekki að fara í ríkisstjórn, það er augljóst mál. Við munum hins vegar styðja öll góð mál. Og við höfum auðvitað sagt það áður að verði möguleiki á einhvers konar umbótastjórn þá munum við styðja hana,“ sagði Oddný. 

Oddný tilkynnti ennfremur, eins og mbl.is hefur greint frá, að hún ætlaði að hætta sem formaður Samfylkingarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert