Tilbúnir í samstarf við hvern sem er

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, mætir til Bessastaða í dag.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, mætir til Bessastaða í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Framsóknarflokkurinn er reiðubúinn að taka þátt í myndun næstu ríkisstjórnar. Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, eftir fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag.

Spurður hvað hann hefði rætt við forsetann sagði hann þá hafa rætt niðurstöður kosninganna og hvaða möguleikar væru í stöðunni varðandi mögulegar stjórnarmyndanir.

„Við erum hundrað ára flokkur, ábyrgur stjórnmálaflokkur, höfum komið að stjórn landsins, þekkjum verkefnin og erum tilbúin til samstarfs við hvern sem er. Við höfum átt mjög gott samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og erum tilbúin til þess að sitja í ríkisstjórn. Það er ekki spurning,“ sagði Sigurður. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert