Yfir 800 strikuðu nafn Sigmundar út

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rétt tæp átján pró­sent kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi strikuðu út nafn Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar af kjör­seðlin­um eða færðu það neðar á list­ann sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lands­kjör­stjórn. Sam­tals var nafn Sig­mund­ur strikað 817 sinn­um út. 

mbl.is hef­ur áður greint frá því að hátt hlut­fall út­strik­ana hafi verið hjá Fram­sókn­ar­flokkn­um miðað við það sem áður hef­ur verið. 

Frétt mbl.is: Marg­ar út­strik­an­ir hjá Fram­sókn í NA

Haft var eft­ir Sig­mundi Davíð í Frétta­blaðinu í gær að hann teldi að flokkn­um hefði gengið bet­ur í kosn­ing­un­um und­ir sinni stjórn, gera hefði mátt ráð fyr­ir 19% fylgi. 

Frétt mbl.is: Hefði farið með Fram­sókn í 19%

Nafn Þór­unn­ar Eg­ils­dótt­ur strikað út næ­stoft­ast

Nafn Þór­unn­ar Eg­ils­dótt­ur var strikuð út næ­stoft­ast hjá Fram­sókn­ar­flokkn­um í kjör­dæm­inu, eða 57 sinn­um. Næst á eft­ir henni kom Lín­eik Anna Sæv­ars­dótt­ir með 45 út­strik­an­ir og loks Sig­fús Arn­ar Karls­son með 38. 

Nafn Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar, odd­vita Sjálf­stæðis­flokks­ins og heil­brigðisráðherra, var strikað 64 sinn­um út af kjör­seðlin­um en Njáll Trausti Friðberts­son kom næst­ur með 38 út­strik­an­ir. Þá var Arn­björg Sveins­dótt­ir með 32 út­strik­an­ir en Val­gerður Gunn­ars­dótt­ir með 27. Bæði nöfn Elvars Jóns­son­ar og Mel­korku Ýrar Yrsu­dótt­ur voru strikuð út 12 sinn­um hvort. 

Frétt mbl.is: Mjög hátt hlut­fall út­strik­ana

Nafn Stein­gríms strikað 155 sinn­um út

Hjá Vinsti græn­um var tals­vert um út­strik­an­ir í Norðaust­ur­kjör­dæmi. Nafn Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar var oft­ast strikað út eða fært neðar á list­ann, eða 155 sinn­um sem jafn­gild­ir 3,14% at­kvæðatölu list­ans. Björn Val­ur Gísla­son fékk 127 út­strik­an­ir, Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir ell­efu og Ingi­björg Þórðardótt­ir aðeins tvær. 

Nöfn þriggja Pírata voru strikuð út af kjós­end­um eða færð neðar á list­ann, eða þeirra Ein­ars Aðal­steins Brynj­ólfs­son­ar 13 sinn­um, Guðrún­ar Ágústu Þór­dís­ar­dótt­ur 12 sinn­um og Gunnaru Ómars­son­ar 14 sinn­um. 

Logi hæst­ur hjá Sam­fylk­ing­unni

Á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar voru einnig nöfn þriggja fram­bjóðenda strikuð út í kjör­dæm­inu, Loga Más Ein­ars­son­ar 21 sinni, Erlu Bjarg­ar Guðmunds­dótt­ur fimm sinn­um og Hild­ar Þóris­dótt­ur fjór­um sinn­um. 

Af flokk­un­um sem náðu inn á þing fékk Viðreisn fæst­ar út­strik­an­ir. Nafn Bene­dikts Jó­hann­es­son­ar for­manns var sam­tals strikað út átta sinn­um en Hild­ar Betty Kristjáns­dótt­ur og Jens Hilm­ars­son­ar tvisvar sinn­um hvort. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert