Byrjar á fundi með Katrínu

Bjarni Benediktsson ræðir við fjölmiðla á Bessastöðum í dag.
Bjarni Benediktsson ræðir við fjölmiðla á Bessastöðum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, byrjar daginn á morgun á fundi með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Bjarni fékk í dag umboð til stjórnarmyndunar frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Hann fundaði seinni partinn í dag með Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins.

Bjarni hyggst funda með formönnum hinna stjórnmálaflokkanna eftir þingstyrk þeirra. Eftir fundinn með Katrínu hyggst hann funda með fulltrúum Pírata, síðan formanni Viðreisnar og formanni Bjartrar framtíðar saman og loks formanni Samfylkingarinnar. Þetta staðfestir Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður Bjarna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert