Fólk hvatt til útstrikunar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Mér hefur sárnað nokkuð hversu hart var gengið fram við að reyna að koma mér frá en ég er hins vegar þeim mun þakklátari þeim yfirgnæfandi meirihluta Framsóknarmanna í kjördæminu sem hafa stutt mig með ráðum og dáð undanfarin misseri og í kosningunum.“

Þetta segir í bréfi sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, hefur sent til Framsóknarmanna í kjördæminu. Hann gagnrýnir ennfremur hóp fólks sem hann segir að hafi ákveðið að verja kosningabaráttunni í að hvetja til útstrikana fremur en að afla flokknum fylgis. Tæplega 18% kjósenda Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi strikuðu nafn Sigmundar út eins og mbl.is hefur fjallað um.

Frétt mbl.is: Yfir 800 strikuðu nafn Sigmundar út

„Sérstaklega þótti mér miður að fólk úr öðrum kjördæmum skyldi blanda sér í kosningabaráttu okkar í Norðausturkjördæmi. Það hlýtur að vera einsdæmi. Sú tilraun til að fella mig úr fyrsta sæti tókst þó ekki og raunar má segja að hvað þetta varðar hafi kosningarnar komið enn betur út en kjördæmisþingið.“ Fréttavefurinn Vísir birtir bréfið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka