Bjarni gæti skilað umboðinu

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Svo getur farið að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skili umboði sínu til stjórnarmyndunar aftur til Guðna Th. Jóhannessonar forseta. Þetta segir Bjarni í samtali við fréttastofu RÚV.

„Það er töluvert mikil gjá víða á milli manna en nú ætla ég að halda þessum samtölum áfram og sjá hvort það er grundvöllur til þess að hefja eiginlegar stjórnarmyndunarviðræður við aðra flokka,“ sagði Bjarni í samtali við fréttamann að loknum þingflokksfundi í dag.

Þá segir hann kosningaúrslitin hafa sniðið honum þröngan stakk, margir hafi enda verið fljótir að útiloka samstarf við aðra flokka.

Útséð um viðræður flokkanna

Spurður um mögulegt samstarf við Vinstri græn segir hann að lítill möguleiki sé á því.

„Já, við höfum rætt saman nokkrum sinnum og ég tel að það sé orðið útséð um að hefja einhverjar viðræður á milli flokkanna.“

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á fundi með forseta eftir …
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á fundi með forseta eftir kosningarnar. mbl.is/Árni Sæberg

Hefur ekki viljað skipta sér af

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við mbl.is að samstarf flokkanna tveggja hafi alltaf verið fjarlægur möguleiki.

Þá segist hún aðspurð vera reiðubúin að sækjast eftir umboðinu á ný.

„Ég hef talað fyrir ákveðnum möguleikum á ríkisstjórn og ég myndi að sjálfsögðu kanna þennan möguleika. Það hefur ekki breyst, en ég hef ekki viljað skipta mér af stöðunni eins og hún hefur verið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert