Býst við að heyra í Bjarna

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. mbl.is/Golli

„Það er eng­in staða. Ég heyrði í Bjarna í gær­kvöldi og hann ít­rekaði að hann væri að hugsa mögu­leika og ætlaði að gera upp hug sinn í vik­unni, líkt og komið hef­ur fram op­in­ber­lega,“ seg­ir Bene­dikt Jó­hanns­son, formaður Viðreisn­ar, í sam­tali við mbl.is spurður um stöðuna í stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, Óttar Proppé, formaður Bjartr­ar framtíðar, og Bene­dikt ræddu sam­an á mánu­dag en síðan hef­ur ekki verið hald­inn fund­ur. Bene­dikt sagði eng­an fund á dag­skrá en hann býst við því að heyra í Bjarna í dag eða á morg­un:

„Ég býst við að heyra frá hon­um en veit ekk­ert hvað hann mun segja.

Bene­dikt er ekki svo viss um að jafn mikið beri í milli flokk­anna og komið hef­ur fram í fjöl­miðlum und­an­farna daga. „Það er auðvitað mun­ur, skoðanamun­ur. Mér heyr­ist meiri mun­ur í frá­sögn­um manna sem voru ekki á fund­in­um held­ur en þeirra sem voru á hon­um. Það er ekki komið á það stig ennþá að menn sjái hvort það sé hægt að brúa þann stefnumun.“

Hann seg­ir of snemmt að velta því fyr­ir sér hvort Viðreisn sé til­bú­in í form­leg­ar viðræður með Bjartri framtíð við Sjálf­stæðis­flokk­inn um mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar. „Það er ekki komið að því. Maður yrði að heyra í hon­um [Bjarna] og heyra und­ir hvaða for­merkj­um það yrði. Menn fara ekki í viðræður nema þeir haldi að þeir nái ein­hverj­um stefnu­mál­um fram. Það er aðal­atriðið.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert