Viðreisn „meira spurningarmerki“

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingflokksmaður Sjálfstæðisflokksins.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingflokksmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að þriggja flokka stjórn­ar­sam­starf sé ekki án for­dæma hér á landi. Einnig bend­ir hann á að sam­starf Sjálf­stæðis­flokks­ins og Bjartr­ar framtíðar hafi gengið vel á sveit­ar­stjórn­ar­sviðinu.

„Sam­starfið með Bjartri framtíð hef­ur gengið mjög vel í þeim sveit­ar­fé­lög­um sem við höf­um starfað með þeim í. Viðreisn er eðli máls­ins sam­kvæmt miklu meira spurn­ing­ar­merki,“ seg­ir Guðlaug­ur í sam­tali við mbl.is en hann bæt­ir við að það megi ekki gefa sér neina niður­stöðu fyr­ir fram:

Það ligg­ur fyr­ir að val­mögu­leik­arn­ir eru fáir ef menn vilja mynda stjórn í land­inu og eng­inn full­kom­inn, frek­ar en fyrri dag­inn.

Sjálf­stæðis­flokk­ur, Björt framtíð og Viðreisn eru með 32 þing­menn og hefðu því ein­ung­is eins manns meiri­hluta. Guðlaug­ur seg­ir að tveggja flokka stjórn­ar­sam­starf sé æski­legra en það sé ekki í boði núna.

Stjórn­ar­sam­starf tek­ur alltaf á og það er betra að hafa tveggja flokka stjórn frek­ar en þriggja flokka en sá val­kost­ur er ekki uppi á borðum núna,“ seg­ir Guðlaug­ur en hann kveðst ekki vita hvert fram­haldið verður í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert