Ekki óleysanlegt verkefni

Flokkarnir fimm hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður.
Flokkarnir fimm hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður. mbl.is/Ófeigur

„Þess­ar viðræður hafa staðfest til­finn­ingu manns fyr­ir því að all­ir í þess­um flokk­um séu til­bún­ir að standa und­ir þeirri ábyrgð að taka þátt í því að mynda rík­is­stjórn. Maður upp­lif­ir vilja til þess að láta það ger­ast og gera mála­miðlan­ir,“ sagði Ótt­arr Proppé, formaður Bjartr­ar framtíðar. 

Frétt mbl.is: Samþykkja form­leg­ar viðræður 

Vinstri-græn, Björt framtíð, Pírat­ar, Sam­fylk­ing­in og Viðreisn hafa ákveðið að hefja form­leg­ar stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður eft­ir fund­ar­höld síðustu tvo daga. Næstu dag­ar fara í sér­tækt mál­efn­astarf. 

„Við verðum að tala við okk­ar fólk, hver flokk­ur í sínu lagi, og á morg­un ætl­um við að setj­ast yfir mál­efn­in. Þetta get­ur verið flókið með svo marga við borðið þannig að við skipt­um þessu upp,“ sagði Ótt­arr í sam­tali við mbl.is. Hann sagði að eng­inn fast­ur tím­arammi væri fyr­ir viðræðurn­ar en flokk­arn­ir gefi sér ekki enda­laus­an tíma. 

„Það er ekki búið að negla það niður en fram­an af þá gef­um við okk­ur ekki óend­an­leg­an tíma. Þetta verður fram í vik­una, kannski fram eft­ir helgi eða svo til að sjá hvort þetta geti gengið upp.“

Sam­fylk­ing­in verði tann­hjól í um­bóta­stjórn

Logi Már Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir það ljóst að þegar fimm flokk­ar koma sam­an í stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum séu snertiflet­irn­ir nokkr­ir og því ljóst að ræða þurfi ýmsa hluti. „En ég get ekki séð að það verði óleys­an­legt,“ seg­ir Logi um verk­efnið sem bíður flokk­anna.

Spurður hvort þjóðin hafi kallað eft­ir því að Sam­fylk­ing­in yrði aðili að rík­is­stjórn­ar­sam­starfi eft­ir slæmu úr­slit­in í kosn­ing­un­um, sem leiddu til þess að Odd­ný G. Harðardótt­ir sagði af sér sem formaður, seg­ir Logi flokk­inn telja sig eiga heima við þetta borð. „Við get­um verið tann­hjól í þess­ari um­bóta­stjórn. Það skipt­ir máli og þannig nálg­umst við þetta,“ seg­ir hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert