Fulltrúar flokkanna fimm ná vel saman

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við ætlum hitta þingflokka okkar, fara yfir hugmynd að vinnulagi og taka ákvörðun um það hvort við ætlum að hittast og ræða hlutina frekar,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is.

Ekki var tekin ákvörðun um að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður á fundi fulltrúa VG, Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Alþingishúsinu í dag. Flokkarnir hittast nú með sínum þingflokkum og fara yfir stöðuna.

Logi kvaðst nokkuð bjartsýnn á framhaldið en hann sagði flokkana ná ágætlega saman: „Eða alla vega þessir átta fulltrúa flokkanna, þeir ná vel saman.“

Hann sagðist ekki þora að segja til um hvort flokkarnir fari af stað í formlegar stjórnarmyndunarviðræður í nýhafinni viku: „Ég þori ekkert að segja en já það gæti alveg gerst.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert