Samþykkja formlegar viðræður

Mynd frá fundarhöldum flokkanna fimm í gær.
Mynd frá fundarhöldum flokkanna fimm í gær. mbl.is/Ófeigur

Vinstri-græn, Björt framtíð, Pírat­ar, Sam­fylk­ing­in og Viðreisn ætla að hefja form­leg­ar stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður. Þetta staðfest­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri-grænna. 

„Það eru all­ir til í að fara í form­leg­ar viðræður. Við mun­um mynda mál­efna­hópa sem vinna næstu daga og þá skýrist hvort að það sé grund­völl­ur fyr­ir rík­is­stjórn­ars­sam­starfi,“ sagði Katrín í sam­tali við mbl.is.  Hún ætl­ar að hafa sam­band við Guðna Th. Jó­hann­es­son for­seta í dag til að gera hon­um grein fyr­ir stöðu mála. 

Frétt mbl.is: Funda um fram­haldið

Flokk­arn­ir fimm hafa fundað í dag og í gær til að taka af­stöðu til þess hvort hefja eigi form­leg­ar stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður. Að sam­eig­in­leg­um fundi lokn­um í dag samþykktu þing­flokk­ar flokk­anna fimm að hefja form­leg­ar stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður.

Í til­kynn­ingu sem Vinstri græn sendu frá sér kem­ur fram að mál­efna­hóp­ar flokk­anna muni á næstu dög­um vinna að því að fara yfir mál­efna­grund­völl hugs­an­legs stjórn­ar­sam­starfs þess­ara flokka. Sú vinna hefj­ist á morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert