Viðreisn og Björt framtíð með lykilinn

Stefanía telur Viðreisn og Bjarta framtíð vera lykilflokka í myndun …
Stefanía telur Viðreisn og Bjarta framtíð vera lykilflokka í myndun nýrrar ríkisstjórnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Lyk­ill­inn er í hönd­um Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar,“ seg­ir Stef­an­ía Óskars­dótt­ir, dós­ent í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands. „Það var ljóst að lyk­ill­inn að mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar yrði í hönd­um miðju­flokk­anna en Fram­sókn hef­ur ekki fengið aðkomu að viðræðum eða haldið sig fyr­ir utan þær.“

Stef­an­ía seg­ir að það hafi komið sér á óvart að Guðni Th. Jó­hann­es­syni, for­seti Íslands, hafi falið Birgittu Jóns­dótt­ur, þing­manni Pírata, umboðið til stjórn­ar­mynd­un­ar. „Ég var pínu hissa eins og svo marg­ir aðrir en þetta var kannski viðbúið miðað við þá röð sem Guðni hef­ur verið að fara eft­ir.“

Dr. Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Dr. Stef­an­ía Óskars­dótt­ir, dós­ent í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands. mbl.is/​Styrm­ir Kári

Vinstri stjórn lík­legri

Stef­an­ía tel­ur sam­starf frá vinstri til miðju vera lík­leg­asta kost­inn í stöðunni. Marg­ir hafi úti­lokað sam­starf við Fram­sókn og Sjálf­stæðis­flokk­inn og því hafi Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn í raun til­tölu­lega fáa viðsemj­end­ur. Auk þess sé ólík­legt að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og Vinstri græn­ir nái sam­an.

„Mér finnst Vinstri græn­ir, Sam­fylk­ing­in, Pírat­ar og Björt framtíð eiga til­tölu­lega mikið sam­eig­in­legt en Viðreisn er kannski dá­lítið á skjön.“ Þá tel­ur Stef­an­ía ólík­legt að Pírat­ar myndi stjórn með öðrum flokk­um. „Þeir eiga lang­mesta sam­leið með þess­um vinstri flokk­um. Það kom bet­ur á dag­inn í aðdrag­anda kosn­ing­anna að þar ligg­ur þeirra hjarta.

„Hægri, vinstri, snú“

Hún seg­ir það þó eiga eft­ir að koma í ljós hvernig viðræður flokk­anna fimm muni ganga. „Það kom í ljós eft­ir að þess­ar viðræður fóru út í sand­inn síðast að Pírat­ar voru ansi svekkt­ir og töldu að þeim hefði verið slitið of snemma. Þeir hefðu viljað skoða þær til­lög­ur sem komu frá Viðreisn þannig að við skul­um sjá hvort þeir nái bet­ur sam­an núna en áður.“

Stef­an­ía seg­ir niður­stöðurn­ar í raun vera í hönd­um Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar. „Þetta er og hef­ur verið í þeirra hönd­um. Þeir eru bún­ir að vera að skoða mál­in. Bún­ir að fara hægri, vinstri, snú og svo er bara að sjá hvar þeir lenda.“

Píratar vilja endurvekja viðræður við Vinstri græna, Viðreisn, Bjarta framtíð …
Pírat­ar vilja end­ur­vekja viðræður við Vinstri græna, Viðreisn, Bjarta framtíð og Sam­fylk­ingu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Fleiri utanþings­ráðherr­ar

„Við get­um vænt­an­lega bú­ist við að það yrði svo­lítið óhefðbundn­ara en það hef­ur verið,“ seg­ir Stef­an­ía, spurð um skipt­ingu á ráðherra­stól­um ef fimm flokka stjórn yrði að veru­leika. Hún tel­ur lík­legt að utanþings­ráðherr­ar yrðu fleiri en þeir hafa verið og að mögu­lega yrði ráðherra­stól­un­um skipt á ann­an hátt en hefð er fyr­ir á Íslandi.

„Það hef­ur verið hefð fyr­ir því hérna að skipta ráðherra­stól­un­um nokk­urn veg­inn jafnt á milli flokka. Alþjóðlega er það miklu al­geng­ara að ráðuneyt­un­um sé skipt í sam­ræmi við þingstyrk en það er spurn­ing hvernig það yrði ef fimm flokka stjórn yrði raun­in.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert