Mikil leynd hvílir yfir viðræðunum

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar og …
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/mbl.is

For­menn Sjálf­stæðis­flokks, Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar hafa fundað í dag og í gær með vænt­an­lega stjórn­ar­mynd­um í huga sam­kvæmt áreiðan­leg­um heim­ild­um mbl.is.

Mik­il leynd rík­ir yfir viðræðunum en for­menn­irn­ir, Bjarni Bene­dikts­son, Bene­dikt Jó­hann­es­son og Ótt­arr Proppé hafa ekki látið ná í sig. Auk þess hafa aðrir þing­menn flokk­anna verið afar treg­ir til að gefa nokkuð upp.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri grænna, staðfesti í sam­tali við mbl.is í gær að henn­ar flokk­ur væri ekki í nein­um stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum. Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­flokks­formaður Pírata, skrifaði á Face­book-síðu sína í gær þar sem kom fram að Pírat­ar væru ekki í nein­um leyniviðræðum við neina flokka um mynd­un rík­is­stjórn­ar.

Sjálf­stæðis­flokk­ur, Viðreisn og Björt framtíð eru sam­tals með 32 þing­menn á þingi og er því minnsti mögu­legi þing­meiri­hluti. Eft­ir kosn­ing­arn­ar 29. októ­ber fóru flokk­arn­ir í form­leg­ar stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður upp úr þeim slitnaði um miðjan síðasta mánuð. 

Tví­veg­is hef­ur verið reynt að mynda fimm flokka stjórn eft­ir að upp úr viðræðum áður­nefndra þriggja flokka slitnaði. Þær viðræður hafa ekki gengið sem skyldi og virðist röðin því aft­ur kom­in að Sjálf­stæðis­flokki, Viðreisn og Bjartri framtíð að spreyta sig og reyna að mynda rík­is­stjórn.

Það verður síðan að koma í ljós hversu hratt viðræður flokk­ana gangi og hvort þeir nái sam­an í þetta skiptið. Eins og staðan er núna lít­ur í það minnsta allt út fyr­ir að Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, flytji ávarp for­sæt­is­ráðherra á gaml­árs­kvöld.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert