Flokksmenn hafa engan áhuga á þessu

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar og …
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/mbl.is

„Ef svo skyldi vera að þess­ar frétt­ir séu rétt­ar þá hef­ur það í för með sér ákveðin vanda­mál, ekki bara fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn held­ur líka í raun og veru fyr­ir mögu­legt rík­is­stjórn­ar­sam­starf,“ seg­ir Gunn­laug­ur Snær Ólafs­son, formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins, í sam­tali við mbl.is.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn, Viðreisn og Björt framtíð hefja form­leg­ar stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður í dag. Fram kom í Frétta­blaðinu að hald­in verði þjóðar­at­kvæðagreiðsla á kjör­tíma­bil­inu um hvort eigi að hefja að nýju viðræður við ESB. Gunn­laug­ur seg­ir það and­stætt stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins en lands­fund­ur hafi ályktað skýrt um málið.

Ákveðin mót­sögn

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn myndi ein­göngu krefjast þjóðar­at­kvæðagreiðslu ef það ætti að sækja um aðild að nýju. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn ætlaði ekki að hafa frum­kvæði að því að sækja um að nýju því hann er and­snú­inn því að ganga í Evr­ópu­sam­bandið. Þetta er ákveðin mót­sögn ef slík at­kvæðagreiðsla ætti sér stað,“ seg­ir Gunn­laug­ur.

Gunnlaugur Snær Ólafsson.
Gunn­laug­ur Snær Ólafs­son.

„Segj­um sem svo að það yrði kosið snemma á kjör­tíma­bil­inu eða á því miðju; ætl­ar for­ysta Sjálf­stæðis­flokks­ins út í kosn­inga­bar­áttu gegn því að þetta verði samþykkt á meðan for­ystu­menn annarra rík­is­stjórn­ar­flokka væru hugs­an­lega að berj­ast með álykt­un­inni?“ spyr Gunn­laug­ur og velt­ir því fyr­ir sér hvort flokk­ur­inn gæti haft for­ystu­hlut­verk í rík­is­stjórn sem ætti að semja um aðild að ESB.

„Þetta eru allt mikl­ar and­stæður. Síðan bæt­ist ofan á þetta ef það á að vera seint á kjör­tíma­bil­inu þá ertu með það sem eft­ir er af kjör­tíma­bil­inu óvissu um stöðu Íslands í ut­an­rík­is­mál­um. Við sáum 2009 þegar sótt var um aðild við ESB þá voru fríversl­un­ar­viðræður við Kína sett­ar á ís vegna þess að Kín­verj­ar sáu enga ástæðu til að halda áfram viðræðum við Íslend­inga ef Íslend­ing­ar skyldu síðan ganga í ESB og ógilda samn­ing­inn.

Póli­tísk­ur ómögu­leiki

Gunn­laug­ur seg­ir al­veg ljóst hver afstaða flokks­manna flokks­ins og kjós­enda sem hafi veitt þing­mönn­um umboð sé. „Hún hef­ur al­farið verið á þá leið að þeir hafa eng­an áhuga á þessu.“

Aðspurður hvort málið sé þá í raun óumsemj­an­legt svar­ar Gunn­laug­ur með vel þekkt­um frasa: „Þetta er ákveðinn póli­tísk­ur ómögu­leiki. Það er til að mynda út af þessu máli sem það er stjórn­ar­kreppa. Í raun og veru væri þessi niðurstaða ekki í hag Sjálf­stæðis­flokks­ins og ekki í anda stefnu flokks­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert