Lærir margt með því að lesa blöðin

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er margt nýtt sem maður lærir með því að lesa blöðin,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, í samtali við mbl.is. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hefjast í dag en í Fréttablaðinu í dag var því haldið fram að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin um aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Benedikt kveðst ekki kannast við allt sem hann hafi lesið í blöðunum en „kannski eru einhverjir komnir lengra en ég,“ bætir hann við.

Í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlársdag sagði Benedikt að líkurnar á því að flokkunum tækist að mynda ríkisstjórn væru 87,5%. Aðspurður hvort líkurnar væru þær sömu í dag hló stærðfræðingurinn:

„Við skulum sjá hvernig dagurinn verður. Við þurfum að minnsta kosti að byrja að tala saman til að þær aukist eitthvað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert