Fá 5 af 8 formönnum

Frá fundi Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi í Valhöll.
Frá fundi Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi í Valhöll. mbl.is/Golli

Sjálfstæðisflokkurinn mun tilnefna mann í embætti forseta Alþingis og fimm formenn af átta í nefndum Alþingis. Áður hefur komið fram hvernig flokkarnir skipta ráðuneytum á milli sín.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur kallað eftir því í viðræðunum að stofnað verði sérstakt ráðuneyti dómsmála með skiptingu innanríkisráðuneytisins. Ekki virðist vera búið að ganga frá því á milli flokkanna. Bjarni Benediktsson sagði í gær að það væri síðan sjálfstæð ákvörðun hvort sérstakur ráðherra yrði settur yfir það.

Ráðherraskipan flokkanna verður ákveðin í kvöld. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun að minnsta kosti hittast í þeim tilgangi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert